Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:39 Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld. Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira