Halldór Jóhann: Gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. febrúar 2021 21:10 Halldór Jóhann var ánægður með leik sinna manna í kvöld. Selfoss Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25. „Það er bara frábært að fá tvö stig og þessa sigurtilfinningu aftur,“ sagði Halldór Jóhann, þjálfari Selfoss eftir sigur kvöldsins. „Ég sagði við strákana í kvöld að við getum spilað bæði góðan leik og lélegan leik en það skiptir öllu máli að sækja tvö stig. Mér fannst þetta ágætlega spilaður leikur og ég held að bæði lið hafi gefið allt í þetta og kannski var bara aðeins meiri heppni með okkur en þeim í lokin.“ Halldór var líka mjög ánægður að fá áhorfendur aftur á pallana. „Þetta er ekki sami leikurinn án áhorfenda og með áhorfendum, þetta er bara frábær tilfinning að heyra köll og stemningu og þú sérð það bara á leikmönnunum að þeim líður betur. Við skulum bara vona að við fáum að halda þessu og jafnvel fjölga.“ Halldór var einnig mjög ánægður með karakter sinna manna, að klára leik eins og þennan eftir þrjá tapleiki í röð. „Auðvitað bara geggjaður karakter og ég veit alveg úr hverju þessir drengir eru gerðir og vissi það alveg að ég fengi svörun. Þetta er auðvitað erfitt þegar það er spilað svona rosalega þétt og þú getur eiginlega ekkert æft því þú ert alltaf að undirbúa fyrir næsta leik og leikmenn eru þreyttir og mikið álag,“ sagði Halldór. „Stundum er líka gott að hafa stutt á milli leikja þegar maður er búinn að skíta í brækurnar því þá vill maður hreinsa og við fengum þrjá daga í það og það var betra en að fá viku.“ Selfoss mætir Stjörnunni á sunnudaginn en þjálfari þeirra, Patrekur Jóhannesson gerði Selfoss að Íslandsmeisturum fyrir tveim árum. „Það er bara gaman fyrir Patta að koma aftur og honum verður örugglega vel tekið hérna í Hleðsluhöllinni, hann gerði frábæra hluti hérna á Selfossi. Stjörnuliðið er frábært lið og þeir hafa verið vaxandi og við þurfum bara að undirbúa okkur vel, það er recovery á morgun og svo undirbúningur á laugardaginn og svo er bara leikur á sunnudaginn. Svona er febrúar bara búinn að vera og það er ekkert hægt að kvarta yfir því, við erum bara ánægðir að fá að spila handbolta,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 27-25 | Heimamenn unnu í háspennuleik Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25. 25. febrúar 2021 20:10