Um manninn og fleiri dýr Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. febrúar 2021 14:32 Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Dýr Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar