Messi skaut Barcelona upp fyrir Real Madrid Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. febrúar 2021 17:10 Markaskorarar dagsins. vísir/Getty Barcelona vann mikilvægan sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveimur stigum munaði á liðunum í 3. og 4.sæti deildarinnar þegar kom að leik dagsins sem fram fór á heimavelli Sevilla. Eftir hálftíma leik komust Börsungar yfir með marki Ousmane Dembele eftir undirbúning Lionel Messi. Það var svo Messi sjálfur sem gulltryggði sigur gestanna með marki á 86.mínútu eftir skemmtilegt samspil við ungstirnið Ilaix Moriba. Með sigrinum lyfta Börsungar sér upp í 2.sæti deildarinnar og hafa nú einu stigi meira en Real Madrid. Barcelona er tveimur stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem á þó tvo leiki til góða. Spænski boltinn
Barcelona vann mikilvægan sigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveimur stigum munaði á liðunum í 3. og 4.sæti deildarinnar þegar kom að leik dagsins sem fram fór á heimavelli Sevilla. Eftir hálftíma leik komust Börsungar yfir með marki Ousmane Dembele eftir undirbúning Lionel Messi. Það var svo Messi sjálfur sem gulltryggði sigur gestanna með marki á 86.mínútu eftir skemmtilegt samspil við ungstirnið Ilaix Moriba. Með sigrinum lyfta Börsungar sér upp í 2.sæti deildarinnar og hafa nú einu stigi meira en Real Madrid. Barcelona er tveimur stigum á eftir toppliði Atletico Madrid sem á þó tvo leiki til góða.
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn