Áslaug Arna skriplar á skötu - eins og Hanna Birna forðum Einar A. Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Eins og einhverja lesendur rekur minni til hrökklaðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri úr embætti vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ráðherra dómsmála, af rannsókn á lekamálinu svokallaða. Svo fóru leikar að Hanna Birna sagði sjálf af sér eftir langdregna slímsetu, löngu rúin trausti almennings - og meira að segja pólitískra samherja. Ég ætla ekki að fjalla nánar um málavexti þessa máls, en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig HBK sá villur síns vegar varðandi samskipti sín við lögreglustjórann (reyndar ekki fyrr en öll sund voru lokuð). Þetta má finna í áliti hins fjársvelta Umboðsmanns Alþingis, nr. 8122/2014: Jafnframt lýsti fyrrverandi ráðherra því yfir að það hefðu verið mistök af hans hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Fyrrverandi ráðherra sæi nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu hans sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni. Fyrrverandi ráðherra vissi nú að lögreglustjórinn kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar sem forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni [...]. Þá tók fyrrverandi ráðherra fram að samskiptin hefðu ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af hans hálfu gagnvart lögreglustjóranum. Svo mörg voru þau orð. Snúum okkur nú að stóra Ásmundarsalarmálinu. Áslaug Arna hringdi í lögreglustjóra, í tvígang, á aðfangadag til að ræða frumrannsókn í sakamáli sem tengdist manninum sem hún á starf sitt undir, formanni flokksins hennar. Þá vakna nokkrar spurningar: Gæti hugsast að þessi afskipti Áslaugar Örnu hafi "ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af [hennar] hálfu"? Gæti hugsast að Áslaug Arna sjái ekki "nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu [hennar] sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni"? Gæti hugsast að Áslaug Arna átti sig ekki á því að það hafi "verið mistök af [hennar] hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir"? Nú liggur fyrir að Dómsmálaráðherra hefur verið gert að mæta á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að standa fyrir máli sínu. Fróðlegt verður að sjá hvaða skýringar verða lagðar fyrir nefndina, en vandséð er að þær muni nægja til að lægja þær öldur óánægju sem virðast rísa hærra og hærra meðal almennings. Og það sem meira er: gera hinir stjórnarflokkarnir sig ánægða hugsanlegar skýringar? Verður kannski kosið strax í vor? Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í prófkjöri flokksins vegna næstu Alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðherra í Ásmundarsal Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Eins og einhverja lesendur rekur minni til hrökklaðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri úr embætti vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ráðherra dómsmála, af rannsókn á lekamálinu svokallaða. Svo fóru leikar að Hanna Birna sagði sjálf af sér eftir langdregna slímsetu, löngu rúin trausti almennings - og meira að segja pólitískra samherja. Ég ætla ekki að fjalla nánar um málavexti þessa máls, en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig HBK sá villur síns vegar varðandi samskipti sín við lögreglustjórann (reyndar ekki fyrr en öll sund voru lokuð). Þetta má finna í áliti hins fjársvelta Umboðsmanns Alþingis, nr. 8122/2014: Jafnframt lýsti fyrrverandi ráðherra því yfir að það hefðu verið mistök af hans hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Fyrrverandi ráðherra sæi nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu hans sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni. Fyrrverandi ráðherra vissi nú að lögreglustjórinn kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar sem forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni [...]. Þá tók fyrrverandi ráðherra fram að samskiptin hefðu ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af hans hálfu gagnvart lögreglustjóranum. Svo mörg voru þau orð. Snúum okkur nú að stóra Ásmundarsalarmálinu. Áslaug Arna hringdi í lögreglustjóra, í tvígang, á aðfangadag til að ræða frumrannsókn í sakamáli sem tengdist manninum sem hún á starf sitt undir, formanni flokksins hennar. Þá vakna nokkrar spurningar: Gæti hugsast að þessi afskipti Áslaugar Örnu hafi "ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af [hennar] hálfu"? Gæti hugsast að Áslaug Arna sjái ekki "nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu [hennar] sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni"? Gæti hugsast að Áslaug Arna átti sig ekki á því að það hafi "verið mistök af [hennar] hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir"? Nú liggur fyrir að Dómsmálaráðherra hefur verið gert að mæta á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að standa fyrir máli sínu. Fróðlegt verður að sjá hvaða skýringar verða lagðar fyrir nefndina, en vandséð er að þær muni nægja til að lægja þær öldur óánægju sem virðast rísa hærra og hærra meðal almennings. Og það sem meira er: gera hinir stjórnarflokkarnir sig ánægða hugsanlegar skýringar? Verður kannski kosið strax í vor? Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í prófkjöri flokksins vegna næstu Alþingiskosninga.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun