Flytur heim og fær ekki fæðingarorlof: „Þetta er bara ein hindrunin af mörgum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 22:01 Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni í maí. aðsend mynd Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur. Bjarki segir synd hversu illa kerfin á Íslandi og í Noregi virðist tala saman. Þetta eigi alls ekki aðeins við um fæðingarorlofskerfið heldur ýmislegt annað líka sem verði til þess að margir veigri sér við að flytja heim. „Ég og kærastan mín erum mikið búin að vera að pirra okkur á því hvað þetta er allt saman erfitt. Maður hélt einhvern veginn að þetta væri auðveldara en það er ekki raunin,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. „Ég er búin að lesa viðtöl við fólk sem er að flytja heim, bæði með fæðingarorlof og líka ýmislegt annað sem er að reynast fólki rosalega erfitt. Við erum að lenda í veseni með meira en bara fæðingarorlofið.“ Hvað fæðingarorlofið varðar má í stuttu máli segja að ástæðan fyrir því að Bjarki á ekki rétt á fæðingarorlofi sú að á Íslandi og í Noregi eru tvö ólík viðmið sem stuðst er við þegar metinn er réttur til fæðingarorlofs. „Við erum að eignast barn og settur dagur 22. maí og þá erum við bæði að vinna úti og við erum að flytja heim á tímabilinu apríl til maí,“ segir Bjarki en þau hafa fest kaup á húsi sem þau fá afhent í vor og hyggjast þau senda búslóðina heim í apríl. Sjálfur er Bjarki með ráðningarsamning í Noregi út júlí. Hann á hins vegar inni uppsafnað frí sem hann kveðst nýta undir lok ráðningarsamningsins frá apríl og út ráðningarsamninginn. Ólík viðmið og lendir á milli „Heima er miðað við þegar að barnið fæðist, þannig sama hvenær ég færi í fæðingarorlof á fyrstu átján mánuðunum þá fengi ég ekki neitt af því að barnið fæðist í maí og þá er ég ekki á vinnumarkaði á Íslandi á þeim tímapunkti. Og ef það væri það sama í Noregi þá væri það ekkert mál af því að þá fengi ég bara fæðingarorlof í Noregi. En þar hins vegar miða þeir við dagsetninguna sem að maður fer í fæðingarorlof,“ útskýrir Bjarki. „Við erum að skipuleggja það þannig að hún tekur sína níu mánuði sem að hún á rétt á í Noregi af því hún er ekki að segja upp sinni vinnu. Hún er flugmaður og það er náttúrlega galið að fara að segja upp vinnunni sinni sem flugmaður í dag. Hún hefur haldið vinnunni með einhverjum ótrúlegum hætti og er núna komin í veikindaleyfi frá þeim vegna þess að það er stutt í þetta og hún heldur þá fullum rétti í Noregi til fæðingarorlofs en það er ég sem lendi á milli kerfa.“ Bjarki og Þóra búa í Noregi en ætla að flytja heim til Íslands í vor.aðsend mynd Bjarki segir þau þó að mörgu leyti vera heppin þar sem mögulega geti Þóra tekið þá níu mánuði sem hún eigi rétt á í Noregi auk þriggja til viðbótar. „En það er ekkert gefið að hún fái þá þrjá mánuði. Við erum að fá þau svör úti að það verði bara metið þegar að því kemur í febrúar, mars 2022,“ segir Bjarki sem sjálfur hefur starfað hjá norska hernum í tæpan áratug. Snýst ekki bara um peninginn „Maður hélt að það væru rosalega mikil fríðindi þar í gangi en ég missi öll réttindi um leið og ég flyt heim og fæ vinnu heima. Það er bara af því að tímapunkturinn er eins og hann er. Ég fæ ekki fæðingarorlof og er bara að horfa fram á það að fara í launalaust leyfi einhvern tímann á næsta ári, gefi ég mér það að vinnuveitandi minn heima hver sem það verður gefi mér launalaust leyfi.“ Þrátt fyrir þetta segir Bjarki aðspurður að þetta komi ekki illa við fjölskylduna fjárhagslega. Ekki séu þó allir svo heppnir að vera í þeirri stöðu. Fjárhagslega hlið málsins sé þó ekki sú eina sem skiptir máli. „Eitt er réttur okkar til þess að taka fæðingarorlof en hitt er síðan réttur barnsins. Ég er mjög mikið að spá í því, á ekki barnið alltaf rétt á því að foreldrarnir fái alla veganna tímann, þótt við fáum ekki endilega peninginn?“ Bjarki segist hafa fundið það sterkt á undanförnum árum hve mismunandi reglurnar eru milli landa og það geti reynst mjög flókið þegar á reynir. Þetta eigi ekki aðeins við um fæðingarorlofið. Oft lent í stappi við kerfið „Það sem er að koma okkur mjög mikið á óvart, af því maður er alltaf að heyra innan Norðurlandanna að það sé svo gott samstarf og að þetta sé svo auðvelt, að síðan er það bara alls ekki það sem er að gerast. Ég er að heyra um rosalega mikið af fólki varðandi fæðingarorlof sem er að flytja frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi og síðan eins og núna um daginn með lækna sem eru búnir að vera í námi erlendis og þurfa mögulega að taka kandídatsárið aftur,“ nefnir Bjarki sem dæmi. Þá segist hann oft hafa lent í stappi við kerfið hvað lítur að fasteignamarkaði og skattaumhverfinu. Hann hafi til að mynda átt íbúðir á Íslandi og hafi fyrir nokkrum árum til að mynda lent í erfiðleikum með að fá framkvæmdalán á Íslandi, þrátt fyrir að vera með góðar tekjur. Vandamálið var að tekjurnar voru í erlendri mynt. „Núna er þetta hægt en við vorum að fjárfesta í eign heima núna í byrjun árs og lentum í mjög miklum vandræðum með greiðslumat og svörin sem við fengum voru í rauninni að við værum með alveg nógu góð laun til að komast í gegnum þetta greiðslumat, en af því þau voru í norskum krónum þá þurfum við að gengisfella þau um fjörutíu prósent. Þetta er bara ein hindrunin af mörgum, það er þetta, fæðingarorlofið og bara ýmislegt við það að flytja heim,“ útskýrir Bjarki. „Við enduðum á því að við náðum ekki eins miklu og við þurftum í lán og erum þá að fá foreldra okkar til þess að taka smá viðbótarlán á eignirnar sínar til að brúa bilið.“ Flytja inn til foreldra og safna launaseðlum Bjarki segir aðstæður þeirra Þóru séu þó að mörgu leyti góðar og að þeim hafi tekist að láta dæmið ganga upp. Í stóra samhenginu sé það þó mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag hversu þungt í vöfum kerfið geti verið. „Síðan er líka fólk sem er að flytja heim og er kannski ekki í sömu aðstæðum og við eða með sama stuðning. Það er fólk sem er að flytja heim kannski komið vel yfir þrítugt og er að flytja heim til foreldra sinna í þrjá mánuði á meðan það er bara að safna launaseðlum heima. Við erum mjög heppin með ýmislegt, stuðning heimafyrir og getum reddað okkur sem gerir þetta auðveldara, en auðvitað verður maður svolítið pirraður á því hvað maður er að mæta mikilli mótstöðu,“ segir Bjarki. Hann telur að hið góða og öfluga norðurlandasamstarf sem oft sé talað um sé ekki eins skilvirkt þegar á reynir. „Ég upplifi það alls ekki þannig af því að ég hef bara sjálfur persónulega lent í svo mörgu, frekar reglulega lent í einhverju svona óþarfa veseni.“ Hætt við að sérþekkingin komi aldrei heim Hann sé ekki einn um þetta. „Það er mjög stór Facebook-grúbba Íslendinga hérna í Noregi og það er endalaust eitthvað fólk að lenda í alls konar veseni. Bara eins og til dæmis skattamál. Ég reyndar kenni norska skattkerfinu 100% um það en ekki íslenska, en það er bara eins og þessi kerfi geti varla talað saman,“ segir Bjarki. Hann hafi til að mynda lenti í því fyrir fimm að vera tvískattaður fyrir fjármagnstekjuskatt af leigutekjum á Íslandi. „Það var bara ótrúlegt hvað það gekk illa að fá norska kerfið til að skilja íslenska og núna að fá íslenska til að skilja norska. Þannig að ég upplifi það persónulega að þetta norræna samstarf sem að maður heyrir oft talað um, að það sé svo gott að frábært, ég er ekki að upplifa það frá fyrstu hendi. Og eiginlega bara að mjög litlu leyti,“ segir Bjarki. Honum þykir mikli vöntun á því að kerfin tali betur saman svo að ferlið við að flytja aftur heim sé ekki of þungt í vöfum. „Ef maður horfir á sérstaklega þennan hóp, hvaða hópur af fólki það er sem er að koma heim, þá eru þetta náttúrlega rosalega mikið af fólki sem er búið að fara erlendis til að sækja sér einhverja sérþekkingu. Og það er talað um það á Alþingi, að þetta er fólk sem vantar og þarf að koma heim. Eins og með læknana til dæmis, það er alveg vitað mál að það er ekki menntað nóg af læknum bara í grunnnáminu heima og þeir eru algjörlega háðir því, bara til að heilbrigðiskerfið geti gengið á Íslandi, að þeir fari og mennti sig erlendis. Og það er ekki að hjálpa fólki sem þá er oft kannski búið að koma sér vel fyrir erlendis að það sé svona rosalega erfitt að koma heim og þá endar það bara þannig að fólk verður áfram úti. Þannig að ég er alla veganna á því að það þurfi að gera meira fyrir þetta fólk,“ segir Bjarki. Íslendingar erlendis Noregur Fæðingarorlof Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
Bjarki segir synd hversu illa kerfin á Íslandi og í Noregi virðist tala saman. Þetta eigi alls ekki aðeins við um fæðingarorlofskerfið heldur ýmislegt annað líka sem verði til þess að margir veigri sér við að flytja heim. „Ég og kærastan mín erum mikið búin að vera að pirra okkur á því hvað þetta er allt saman erfitt. Maður hélt einhvern veginn að þetta væri auðveldara en það er ekki raunin,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. „Ég er búin að lesa viðtöl við fólk sem er að flytja heim, bæði með fæðingarorlof og líka ýmislegt annað sem er að reynast fólki rosalega erfitt. Við erum að lenda í veseni með meira en bara fæðingarorlofið.“ Hvað fæðingarorlofið varðar má í stuttu máli segja að ástæðan fyrir því að Bjarki á ekki rétt á fæðingarorlofi sú að á Íslandi og í Noregi eru tvö ólík viðmið sem stuðst er við þegar metinn er réttur til fæðingarorlofs. „Við erum að eignast barn og settur dagur 22. maí og þá erum við bæði að vinna úti og við erum að flytja heim á tímabilinu apríl til maí,“ segir Bjarki en þau hafa fest kaup á húsi sem þau fá afhent í vor og hyggjast þau senda búslóðina heim í apríl. Sjálfur er Bjarki með ráðningarsamning í Noregi út júlí. Hann á hins vegar inni uppsafnað frí sem hann kveðst nýta undir lok ráðningarsamningsins frá apríl og út ráðningarsamninginn. Ólík viðmið og lendir á milli „Heima er miðað við þegar að barnið fæðist, þannig sama hvenær ég færi í fæðingarorlof á fyrstu átján mánuðunum þá fengi ég ekki neitt af því að barnið fæðist í maí og þá er ég ekki á vinnumarkaði á Íslandi á þeim tímapunkti. Og ef það væri það sama í Noregi þá væri það ekkert mál af því að þá fengi ég bara fæðingarorlof í Noregi. En þar hins vegar miða þeir við dagsetninguna sem að maður fer í fæðingarorlof,“ útskýrir Bjarki. „Við erum að skipuleggja það þannig að hún tekur sína níu mánuði sem að hún á rétt á í Noregi af því hún er ekki að segja upp sinni vinnu. Hún er flugmaður og það er náttúrlega galið að fara að segja upp vinnunni sinni sem flugmaður í dag. Hún hefur haldið vinnunni með einhverjum ótrúlegum hætti og er núna komin í veikindaleyfi frá þeim vegna þess að það er stutt í þetta og hún heldur þá fullum rétti í Noregi til fæðingarorlofs en það er ég sem lendi á milli kerfa.“ Bjarki og Þóra búa í Noregi en ætla að flytja heim til Íslands í vor.aðsend mynd Bjarki segir þau þó að mörgu leyti vera heppin þar sem mögulega geti Þóra tekið þá níu mánuði sem hún eigi rétt á í Noregi auk þriggja til viðbótar. „En það er ekkert gefið að hún fái þá þrjá mánuði. Við erum að fá þau svör úti að það verði bara metið þegar að því kemur í febrúar, mars 2022,“ segir Bjarki sem sjálfur hefur starfað hjá norska hernum í tæpan áratug. Snýst ekki bara um peninginn „Maður hélt að það væru rosalega mikil fríðindi þar í gangi en ég missi öll réttindi um leið og ég flyt heim og fæ vinnu heima. Það er bara af því að tímapunkturinn er eins og hann er. Ég fæ ekki fæðingarorlof og er bara að horfa fram á það að fara í launalaust leyfi einhvern tímann á næsta ári, gefi ég mér það að vinnuveitandi minn heima hver sem það verður gefi mér launalaust leyfi.“ Þrátt fyrir þetta segir Bjarki aðspurður að þetta komi ekki illa við fjölskylduna fjárhagslega. Ekki séu þó allir svo heppnir að vera í þeirri stöðu. Fjárhagslega hlið málsins sé þó ekki sú eina sem skiptir máli. „Eitt er réttur okkar til þess að taka fæðingarorlof en hitt er síðan réttur barnsins. Ég er mjög mikið að spá í því, á ekki barnið alltaf rétt á því að foreldrarnir fái alla veganna tímann, þótt við fáum ekki endilega peninginn?“ Bjarki segist hafa fundið það sterkt á undanförnum árum hve mismunandi reglurnar eru milli landa og það geti reynst mjög flókið þegar á reynir. Þetta eigi ekki aðeins við um fæðingarorlofið. Oft lent í stappi við kerfið „Það sem er að koma okkur mjög mikið á óvart, af því maður er alltaf að heyra innan Norðurlandanna að það sé svo gott samstarf og að þetta sé svo auðvelt, að síðan er það bara alls ekki það sem er að gerast. Ég er að heyra um rosalega mikið af fólki varðandi fæðingarorlof sem er að flytja frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi og síðan eins og núna um daginn með lækna sem eru búnir að vera í námi erlendis og þurfa mögulega að taka kandídatsárið aftur,“ nefnir Bjarki sem dæmi. Þá segist hann oft hafa lent í stappi við kerfið hvað lítur að fasteignamarkaði og skattaumhverfinu. Hann hafi til að mynda átt íbúðir á Íslandi og hafi fyrir nokkrum árum til að mynda lent í erfiðleikum með að fá framkvæmdalán á Íslandi, þrátt fyrir að vera með góðar tekjur. Vandamálið var að tekjurnar voru í erlendri mynt. „Núna er þetta hægt en við vorum að fjárfesta í eign heima núna í byrjun árs og lentum í mjög miklum vandræðum með greiðslumat og svörin sem við fengum voru í rauninni að við værum með alveg nógu góð laun til að komast í gegnum þetta greiðslumat, en af því þau voru í norskum krónum þá þurfum við að gengisfella þau um fjörutíu prósent. Þetta er bara ein hindrunin af mörgum, það er þetta, fæðingarorlofið og bara ýmislegt við það að flytja heim,“ útskýrir Bjarki. „Við enduðum á því að við náðum ekki eins miklu og við þurftum í lán og erum þá að fá foreldra okkar til þess að taka smá viðbótarlán á eignirnar sínar til að brúa bilið.“ Flytja inn til foreldra og safna launaseðlum Bjarki segir aðstæður þeirra Þóru séu þó að mörgu leyti góðar og að þeim hafi tekist að láta dæmið ganga upp. Í stóra samhenginu sé það þó mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt samfélag hversu þungt í vöfum kerfið geti verið. „Síðan er líka fólk sem er að flytja heim og er kannski ekki í sömu aðstæðum og við eða með sama stuðning. Það er fólk sem er að flytja heim kannski komið vel yfir þrítugt og er að flytja heim til foreldra sinna í þrjá mánuði á meðan það er bara að safna launaseðlum heima. Við erum mjög heppin með ýmislegt, stuðning heimafyrir og getum reddað okkur sem gerir þetta auðveldara, en auðvitað verður maður svolítið pirraður á því hvað maður er að mæta mikilli mótstöðu,“ segir Bjarki. Hann telur að hið góða og öfluga norðurlandasamstarf sem oft sé talað um sé ekki eins skilvirkt þegar á reynir. „Ég upplifi það alls ekki þannig af því að ég hef bara sjálfur persónulega lent í svo mörgu, frekar reglulega lent í einhverju svona óþarfa veseni.“ Hætt við að sérþekkingin komi aldrei heim Hann sé ekki einn um þetta. „Það er mjög stór Facebook-grúbba Íslendinga hérna í Noregi og það er endalaust eitthvað fólk að lenda í alls konar veseni. Bara eins og til dæmis skattamál. Ég reyndar kenni norska skattkerfinu 100% um það en ekki íslenska, en það er bara eins og þessi kerfi geti varla talað saman,“ segir Bjarki. Hann hafi til að mynda lenti í því fyrir fimm að vera tvískattaður fyrir fjármagnstekjuskatt af leigutekjum á Íslandi. „Það var bara ótrúlegt hvað það gekk illa að fá norska kerfið til að skilja íslenska og núna að fá íslenska til að skilja norska. Þannig að ég upplifi það persónulega að þetta norræna samstarf sem að maður heyrir oft talað um, að það sé svo gott að frábært, ég er ekki að upplifa það frá fyrstu hendi. Og eiginlega bara að mjög litlu leyti,“ segir Bjarki. Honum þykir mikli vöntun á því að kerfin tali betur saman svo að ferlið við að flytja aftur heim sé ekki of þungt í vöfum. „Ef maður horfir á sérstaklega þennan hóp, hvaða hópur af fólki það er sem er að koma heim, þá eru þetta náttúrlega rosalega mikið af fólki sem er búið að fara erlendis til að sækja sér einhverja sérþekkingu. Og það er talað um það á Alþingi, að þetta er fólk sem vantar og þarf að koma heim. Eins og með læknana til dæmis, það er alveg vitað mál að það er ekki menntað nóg af læknum bara í grunnnáminu heima og þeir eru algjörlega háðir því, bara til að heilbrigðiskerfið geti gengið á Íslandi, að þeir fari og mennti sig erlendis. Og það er ekki að hjálpa fólki sem þá er oft kannski búið að koma sér vel fyrir erlendis að það sé svona rosalega erfitt að koma heim og þá endar það bara þannig að fólk verður áfram úti. Þannig að ég er alla veganna á því að það þurfi að gera meira fyrir þetta fólk,“ segir Bjarki.
Íslendingar erlendis Noregur Fæðingarorlof Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira