Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Íslendingaliðið því Vitali Lisakovich kom Lokomotiv yfir strax á sjöttu mínútu.
Pólski miðjumaðurinn Grzegorz Krychowiak tvöfaldaði forystu Lokomotiv skömmu fyrir leikhlé.
Nikola Vlasic fékk kjörið tækifæri til að koma CSKA inn í leikinn en vítaspyrna hans á 71.mínútu fór forgörðum og ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Lokatölur 2-0 fyrir Lokomotiv.
Arnóri var skipt af velli í leikhléi en Hörður Björgvin lék allan leikinn fyrir CSKA sem er í 2.sæti deildarinnar.