Íslendingar þurfi að vera meira vakandi fyrir veikingu hafstrauma sem flytja hlýjan sjó norður á bóginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2021 09:00 Golfstraumurinn er hluti af veltihringrás Atlantshafsins sem heldur áfram að veikjast samkvæmt nýjustu rannsóknum. Vísir/Vilhelm „Það hafa allar rannsóknir sýnt það hér á landi að meðalhitinn hér er nátengdur hitastiginu í sjónum. Það er ekkert eitt sem hefur jafnmikil áhrif á hitafar hér hjá okkur eins og meðalhitinn í sjónum af því að við erum eyja úti á miðju Atlantshafi. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fylgjast mjög vel með allri umræðu sem á sér stað um þetta og öllum rannsóknum og leggja okkar að mörkum til þess að auka hér vöktun og mælingar.“ Þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á svokallaðri veltihringrás Atlantshafsins (AMOC). Niðurstöðurnar benda til áframhaldandi veikingar hringrásarinnar. Golfstraumurinn, sem er svo mikilvægur fyrir búsetu hér á landi vegna hlýs sjós sem streymir með honum, er hluti af hringrásinni. Fjallað er um rannsóknina og niðurstöður hennar á vef Guardian og Washington Post en svipuð rannsókn var gerð fyrir nokkrum árum sem Vísir fjallaði ítarlega um. Veltihringrásinni hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi í sjónum sem er knúið áfram af hitamismun á milli suðurs og norðurs og sjávarseltu. Með hringrásinni streymir hlýr sjór úr suðri norður í höf. Þar kólnar sjórinn, sekkur vegna seltunnar og flæðir suður sem djúpsjávarstraumur. Einar segir Íslendinga þurfa að vera meira hugsi og meira vakandi fyrir þessum þætti loftslagsbreytinganna. „Það versta við þetta er að við þekkjum ekki almennilega hver áhrifin verða af því ef það hægir á Norður-Atlantshafsstraumnum í heild sinni. Við þyrftum kannski að vera meira hugsi og meira vakandi yfir þessum hlutum vegna þess að við heyrum svo mikið um hlýnandi loftslag og hlýnun jarðarinnar en þetta gæti til lengri tíma litið haft þau áhrif hjá okkur að það kólnaði, eðlilega vegna þess að ástæðan fyrir því að hér er hlýrra en á sambærilegum breiddargráðum á norðurhveli jarðar er að hér umlykur okkur hlýr sjór,“ segir Einar. Hlýnandi lofthjúpur magnar upp þróunina Hann segir beinar mælingar áður hafa sýnt að veiking hringrásarinnar hefði hafist ekki seinna en um 1930. Það sem sé nýtt í rannsókninni nú séu óbein gögn sem bendi til þess, meðal annars úr hafbotnsseti og öðru, að veikingin hafi byrjað fyrr en áður var talið, eða fyrir 1000 til 1500 árum. „Þar með er hún ekkert endilega bara vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, þá voru aðrir kraftar að verki, en engu að síður þá hafa menn sýnt fram á það að með hlýnandi loftslagi jarðar þá séu auknar líkur á að það hægi á þessu enn frekar,“ segir Einar. Þannig hafi verið sýnt fram á að hlýnandi lofthjúpur magni upp þessa þróun. Einar segir að niðurstöður rannsóknarinnar eigi að vera ábending til Íslendinga um að huga betur að þessu hluta loftslagsbreytinganna. Gefa þurfi í varðandi rannsóknir á sjónum í kringum landið. „Og reyna með einhverjum hætti að koma inn í vöktun á þessum hlutum með því að fylgjast vel með sjónum hérna í kringum okkur, hitastiginu og seltunni í sjónum í kringum okkur. Hafró reynir þetta af því sem ég vil segja veikum mætti.“ Sjórinn norðan við land að hlýna Einar segir að á sama tíma og þessi þróun sé að eiga sér stað sé sjórinn norðan við landið að hlýna. Sú aukning á sjávarhita sé kannski mikið til komin vegna þess að það var minna um hafís en áður fyrr. Sjórinn sé því að hlýna þar vegna þess að það komi minni kuldi með kalda straumnum úr norðri. Einar segir að margir eigi erfitt með að skilja þetta. „Ef hitinn er að minnka úr suðri, af hverju það kólnar ekki fyrir norðan land?“ segir Einar. Ástæðan sé sitthvor straumurinn og síðan blöndun ólíkra sjávartegunda sem hefur leitt til að sjórinn hefur hlýnað. „Það veldur því að vetur eru mildari á Norðurlandi og minna um frosthörkur, og oft á tíðum bara bleyta, rigning og slydda, sem fylgir norðanátt um miðjan vetur eins og verið hefur í vetur.“ Einar segir að þversögnin sem við sé að eiga hér á landi sé því að á sama tíma og við horfum upp á að sjórinn fyrir norðan land sé að hlýna þá sé hann kannski að kólna fyrir sunnan landið vegna veikingar hafstraumsins. „Hvaða áhrif hefur þetta á veðurfar, hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið í sjónum, og þar með svona almennt séð búsetuskilyrði landsmanna til frambúðar?“ spyr Einar en þessum spurningum er ekki auðvelt að svara. Hvar er bjargbrún veltihringrásarinnar? „Þetta er auðvitað þannig kerfi, þetta hita- og seltufæriband, það er eins og sumar hringrásir í lofthjúpnum, þær ganga og hökta þrátt fyrir breytingar en svo koma þær að einhvers konar bjargbrún þar sem að hlutirnir finna sér eitthvað nýtt jafnvægi og við vitum ekki almennilega hvar hún er í þessu samhengi,“ segir Einar. Í frétt Guardian um rannsóknina segir að vísindamenn spái því að ef fram heldur sem horfir þá muni veltihringrás hafa veikst um 34 til 45 prósent við lok þessarar aldara. Á næstu 20 til 30 árum gæti hún hafa veikst svo mikið að áhrif á veðurfar verði óhjákvæmileg. Þannig gætu ofsaveður og svo hitabylgjur orðið algengari í Evrópu og yfirborð sjávar hækkað við austurströnd Bandaríkjanna. Einar segir sjávarborðshækkun við norðausturhluta Bandaríkjanna beina afleiðingu. Þar hlýni sjórinn því hlýnunin þurfi að koma einhvers staðar fram. Sjávarborðshitinn hækkar og sjávarstaðan verði þá hærri. „Það er nokkuð mikil vissa fyrir þessu. En hvaða áhrif þetta hefur á veðurkerfin og vetrarveðráttu almennt séð og hvort það verði öfgakenndari veðrátta, það er allt saman háð miklu meiri óvissu og það er í rauninni ekkert sem hefur komið fram ennþá að það séu einhverjar breytingar sem hafi orðið við þetta á einhverju meðalfari lægða,“ segir Einar. Þá bendir hann á bylgjugangur hér á norðurhveli jarðar sé óreiðukenndur og breytileikinn mikill. Munurinn til að mynda á vetrarveðráttunni í ár miðað við í fyrra sé innan eðlilegra marka. „Það að ætla að fara að greina einhver langtímaáhrif, við erum bara einfaldlega ekki enn komin á þann stað. Það er hægt að spá fyrir um hvernig hlutirnir verða eftir 50 til 100 ár en það er allt saman byggt bara á frekar veikum grunni enn sem komið er,“ segir Einar. Loftslagsmál Veður Umhverfismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, um niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna á svokallaðri veltihringrás Atlantshafsins (AMOC). Niðurstöðurnar benda til áframhaldandi veikingar hringrásarinnar. Golfstraumurinn, sem er svo mikilvægur fyrir búsetu hér á landi vegna hlýs sjós sem streymir með honum, er hluti af hringrásinni. Fjallað er um rannsóknina og niðurstöður hennar á vef Guardian og Washington Post en svipuð rannsókn var gerð fyrir nokkrum árum sem Vísir fjallaði ítarlega um. Veltihringrásinni hefur verið lýst sem nokkurs konar færibandi í sjónum sem er knúið áfram af hitamismun á milli suðurs og norðurs og sjávarseltu. Með hringrásinni streymir hlýr sjór úr suðri norður í höf. Þar kólnar sjórinn, sekkur vegna seltunnar og flæðir suður sem djúpsjávarstraumur. Einar segir Íslendinga þurfa að vera meira hugsi og meira vakandi fyrir þessum þætti loftslagsbreytinganna. „Það versta við þetta er að við þekkjum ekki almennilega hver áhrifin verða af því ef það hægir á Norður-Atlantshafsstraumnum í heild sinni. Við þyrftum kannski að vera meira hugsi og meira vakandi yfir þessum hlutum vegna þess að við heyrum svo mikið um hlýnandi loftslag og hlýnun jarðarinnar en þetta gæti til lengri tíma litið haft þau áhrif hjá okkur að það kólnaði, eðlilega vegna þess að ástæðan fyrir því að hér er hlýrra en á sambærilegum breiddargráðum á norðurhveli jarðar er að hér umlykur okkur hlýr sjór,“ segir Einar. Hlýnandi lofthjúpur magnar upp þróunina Hann segir beinar mælingar áður hafa sýnt að veiking hringrásarinnar hefði hafist ekki seinna en um 1930. Það sem sé nýtt í rannsókninni nú séu óbein gögn sem bendi til þess, meðal annars úr hafbotnsseti og öðru, að veikingin hafi byrjað fyrr en áður var talið, eða fyrir 1000 til 1500 árum. „Þar með er hún ekkert endilega bara vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum, þá voru aðrir kraftar að verki, en engu að síður þá hafa menn sýnt fram á það að með hlýnandi loftslagi jarðar þá séu auknar líkur á að það hægi á þessu enn frekar,“ segir Einar. Þannig hafi verið sýnt fram á að hlýnandi lofthjúpur magni upp þessa þróun. Einar segir að niðurstöður rannsóknarinnar eigi að vera ábending til Íslendinga um að huga betur að þessu hluta loftslagsbreytinganna. Gefa þurfi í varðandi rannsóknir á sjónum í kringum landið. „Og reyna með einhverjum hætti að koma inn í vöktun á þessum hlutum með því að fylgjast vel með sjónum hérna í kringum okkur, hitastiginu og seltunni í sjónum í kringum okkur. Hafró reynir þetta af því sem ég vil segja veikum mætti.“ Sjórinn norðan við land að hlýna Einar segir að á sama tíma og þessi þróun sé að eiga sér stað sé sjórinn norðan við landið að hlýna. Sú aukning á sjávarhita sé kannski mikið til komin vegna þess að það var minna um hafís en áður fyrr. Sjórinn sé því að hlýna þar vegna þess að það komi minni kuldi með kalda straumnum úr norðri. Einar segir að margir eigi erfitt með að skilja þetta. „Ef hitinn er að minnka úr suðri, af hverju það kólnar ekki fyrir norðan land?“ segir Einar. Ástæðan sé sitthvor straumurinn og síðan blöndun ólíkra sjávartegunda sem hefur leitt til að sjórinn hefur hlýnað. „Það veldur því að vetur eru mildari á Norðurlandi og minna um frosthörkur, og oft á tíðum bara bleyta, rigning og slydda, sem fylgir norðanátt um miðjan vetur eins og verið hefur í vetur.“ Einar segir að þversögnin sem við sé að eiga hér á landi sé því að á sama tíma og við horfum upp á að sjórinn fyrir norðan land sé að hlýna þá sé hann kannski að kólna fyrir sunnan landið vegna veikingar hafstraumsins. „Hvaða áhrif hefur þetta á veðurfar, hvaða áhrif hefur þetta á lífríkið í sjónum, og þar með svona almennt séð búsetuskilyrði landsmanna til frambúðar?“ spyr Einar en þessum spurningum er ekki auðvelt að svara. Hvar er bjargbrún veltihringrásarinnar? „Þetta er auðvitað þannig kerfi, þetta hita- og seltufæriband, það er eins og sumar hringrásir í lofthjúpnum, þær ganga og hökta þrátt fyrir breytingar en svo koma þær að einhvers konar bjargbrún þar sem að hlutirnir finna sér eitthvað nýtt jafnvægi og við vitum ekki almennilega hvar hún er í þessu samhengi,“ segir Einar. Í frétt Guardian um rannsóknina segir að vísindamenn spái því að ef fram heldur sem horfir þá muni veltihringrás hafa veikst um 34 til 45 prósent við lok þessarar aldara. Á næstu 20 til 30 árum gæti hún hafa veikst svo mikið að áhrif á veðurfar verði óhjákvæmileg. Þannig gætu ofsaveður og svo hitabylgjur orðið algengari í Evrópu og yfirborð sjávar hækkað við austurströnd Bandaríkjanna. Einar segir sjávarborðshækkun við norðausturhluta Bandaríkjanna beina afleiðingu. Þar hlýni sjórinn því hlýnunin þurfi að koma einhvers staðar fram. Sjávarborðshitinn hækkar og sjávarstaðan verði þá hærri. „Það er nokkuð mikil vissa fyrir þessu. En hvaða áhrif þetta hefur á veðurkerfin og vetrarveðráttu almennt séð og hvort það verði öfgakenndari veðrátta, það er allt saman háð miklu meiri óvissu og það er í rauninni ekkert sem hefur komið fram ennþá að það séu einhverjar breytingar sem hafi orðið við þetta á einhverju meðalfari lægða,“ segir Einar. Þá bendir hann á bylgjugangur hér á norðurhveli jarðar sé óreiðukenndur og breytileikinn mikill. Munurinn til að mynda á vetrarveðráttunni í ár miðað við í fyrra sé innan eðlilegra marka. „Það að ætla að fara að greina einhver langtímaáhrif, við erum bara einfaldlega ekki enn komin á þann stað. Það er hægt að spá fyrir um hvernig hlutirnir verða eftir 50 til 100 ár en það er allt saman byggt bara á frekar veikum grunni enn sem komið er,“ segir Einar.
Loftslagsmál Veður Umhverfismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira