Draugamarkið í Mýrinni stendur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 14:44 Úr leik í TM-höllinni í Garðabænum. vísir/vilhelm Úrslitin í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna 13. febrúar síðastliðinn standa þrátt fyrir að eitt marka KA/Þórs hafi verið oftalið. Dómstóll HSÍ hefur úrskurðað í málinu. Leikurinn endaði 26-27 en KA/Þór skoraði aðeins 26 mörk. Mistök voru gerð á ritaraborðinu í fyrri hálfleik þar sem skráð voru átján mörk en ekki sautján á KA/Þór. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og fór fram á að úrslitum hans yrði breytt í jafntefli, 26-26. Dómstóll HSÍ hafnaði þeirri kröfu Stjörnunnar sem og því að leikurinn yrði endurtekinn. Dóminn má lesa með því að smella hér. Dómurinn er í takt við dóm HSÍ frá 2008 þar sem Haukar kærðu úrslit leiks gegn Fram í deildabikar karla og vildu að þau yrðu gerð ógild og leikurinn spilaður aftur. Kröfum Hauka var hafnað á þeim forsendum að mistök sem þessi væru hluti af leiknum og aldrei hægt að komast hjá þeim. Í dómnum sem var birtur á heimasíðu HSÍ í dag segir að dómarar hafi ekki beitt reglum með röngum hætti. „Samkvæmt framansögðu verður talið að í þessu tilviki, líkt og í kærumáli 1/2008, hafi dómarar ekki beitt reglum með röngum hætti. Þannig hafi dómarar ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Dómstóllinn fellst á að dómarar hafi eftir bestu samvisku lokið leiknum samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir höfðu. Þannig hafi dómarar ekki tekið ranga ákvörðun sem dómstóll HSÍ hafi endurskoðunarheimild á. Þó fallast megi á að um mistök sé að ræða eru mistök alltaf eðlilegur hluti leiksins og hafa sem slíka áhrif á úrslit leikja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Misskilningurinn í Mýrinni Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. 17. febrúar 2021 10:30 Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Leikurinn endaði 26-27 en KA/Þór skoraði aðeins 26 mörk. Mistök voru gerð á ritaraborðinu í fyrri hálfleik þar sem skráð voru átján mörk en ekki sautján á KA/Þór. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og fór fram á að úrslitum hans yrði breytt í jafntefli, 26-26. Dómstóll HSÍ hafnaði þeirri kröfu Stjörnunnar sem og því að leikurinn yrði endurtekinn. Dóminn má lesa með því að smella hér. Dómurinn er í takt við dóm HSÍ frá 2008 þar sem Haukar kærðu úrslit leiks gegn Fram í deildabikar karla og vildu að þau yrðu gerð ógild og leikurinn spilaður aftur. Kröfum Hauka var hafnað á þeim forsendum að mistök sem þessi væru hluti af leiknum og aldrei hægt að komast hjá þeim. Í dómnum sem var birtur á heimasíðu HSÍ í dag segir að dómarar hafi ekki beitt reglum með röngum hætti. „Samkvæmt framansögðu verður talið að í þessu tilviki, líkt og í kærumáli 1/2008, hafi dómarar ekki beitt reglum með röngum hætti. Þannig hafi dómarar ekki farið út fyrir valdsvið sitt. Dómstóllinn fellst á að dómarar hafi eftir bestu samvisku lokið leiknum samkvæmt þeim upplýsingum sem þeir höfðu. Þannig hafi dómarar ekki tekið ranga ákvörðun sem dómstóll HSÍ hafi endurskoðunarheimild á. Þó fallast megi á að um mistök sé að ræða eru mistök alltaf eðlilegur hluti leiksins og hafa sem slíka áhrif á úrslit leikja.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Misskilningurinn í Mýrinni Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. 17. febrúar 2021 10:30 Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31 Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31 Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10 Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56 Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Misskilningurinn í Mýrinni Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni. 17. febrúar 2021 10:30
Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007. 15. febrúar 2021 11:31
Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær. 14. febrúar 2021 19:31
Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum. 14. febrúar 2021 11:10
Topplið KA/Þór lagði Stjörnuna með minnsta mun Eitt mark skildi lið Stjörnunnar og KA/Þórs að í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. 13. febrúar 2021 17:56