310 vikur sem sá besti í heimi og búinn að ná meti Roger Federer Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 13:31 Novak Djokovic með bikarinn fyrir sigurinn á Opna ástralska risamótinu í tennis eftir að hann vann það á dögunum. AP/Hamish Blair Novak Djokovic er áfram besti tennismaður heims og með því að halda sæti sínu á toppi heimslistans þá setti hann nýtt met. Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021 Tennis Serbía Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Þetta verður 310. vika Novak Djokovic á toppi heimslistans í tennis og með því jafnar hann met Roger Federer. Með því að vinna Opna ástralska risamótið á dögunum þá er Novak Djokovic einnig öruggur um að vera líka í efsta sæti á næsta heimslista sem verður gefinn út 8. mars næstkomandi. Met Federer mun því falla eftir viku, 311. vika Djokovic sem sá besti í heimi. 3 1 0 weeks! Novak Djokovic ties officially today Roger Federer's record of number of weeks as World No.1! pic.twitter.com/3KN3onokLB— We Are Tennis (@WeAreTennis) March 1, 2021 Novak Djokovic ætlar nú að einbeita sér að því að vinna fleiri risamót og ná þar með meti Federer og Rafael Nadal sem hafa báðir unnið tuttugu risamót. Djokovic hefur sjálfur unnið átján. „Nú þegar ég er búinn að ná þessu sögulega fyrsta sæti og hef verið lengur en nokkur annar í efsta sæti heimslistans þá er það léttir fyrir mig. Nú get ég verið með fulla einbeitingu á risamótin,“ sagði Novak Djokovic eftir sigur sinn í Melbourne. 310 weeks as number one in the world Yes my friend @djokernoleCelebrate #NoleFam Video credits: YouTube pic.twitter.com/m2xDQcQ16a— Novak Djokovic (@novakfanchile) March 1, 2021 „Þegar þú ert að reyna að ná fyrsta sæti heimslistans þá þarftu að vera að spila allt tímabilið sem og að spila vel. Þú þarft að taka þátt í öllum mótum“ sagði Djokovic. „Markmið mín breytast nú aðeins og aðlagast. Nú ætti ég að hafa meiri tíma sem eiginmaður og faðir og ég hlakka mikið til þess,“ sagði Djokovic. Þetta er í fimmta skiptið sem Djokovic kemst í efsta sæti heimslistans. Hinn 33 ára gamli Serbi náði efsta sætinu af Nadal í febrúar á síðasta ári og endaði árið í sjötta sinn á toppnum. Með því jafnaði hann met Pete Sampras. "I m going to focus all my attention on Slams, mostly. (...) My goals will adapt and will shift a little bit, which means that I will have an opportunity to do that which, as a father and a husband, I m really looking forward to that."Novak Djokovic pic.twitter.com/RuMbzpFFfn— We Are Tennis (@WeAreTennis) February 23, 2021
Tennis Serbía Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira