Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 15:33 Alexei Navalní í dómsal í Moskvu í síðasta mánuði. AP/Alexander Zemlianichenko Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands. Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands.
Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54
Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12