Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 15:33 Alexei Navalní í dómsal í Moskvu í síðasta mánuði. AP/Alexander Zemlianichenko Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands. Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands.
Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54
Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“