Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 15:33 Alexei Navalní í dómsal í Moskvu í síðasta mánuði. AP/Alexander Zemlianichenko Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands. Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sögðu bandarískir embættismenn að leyniþjónustusamfélag Bandaríkjanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leyniþjónusta Rússlands, FSB, bæri ábyrgð á því þegar eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi síðasta ágúst. Búist er við að nöfn aðilanna og fyrirtækjanna verði opinberuð í dag. Aðgerðirnar sem kynntar voru í dag eru einnig fyrsta skrefið af nokkrum sem ríkisstjórn Bidens mun taka gegn ráðamönnum í Rússlandi á næstunni. Embættismennirnir sögðu í áðurnefndu samtali að ríkisstjórn Bidens myndi nálgast Rússlands með allt öðrum hætti en gert hefði verið í forsetatíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrr í dag hafði Evrópusambandið beitt fjóra rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og fangelsunar Navalnís. ESB hafði áður beitt háttsetta meðlimi ríkisstjórnar Rússlands refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar og ríkisstjórn Trumps neitaði að taka þátt í því. Aðgerðir Bandaríkjamanna beinast gegn sjö einstaklingum í Rússlandi og eru þær sagðar í takt við fyrri aðgerðir ESB. Þeir rússnesku aðilar sem hafa verið beittir refsiaðgerðum munu ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna og aðildarríkja Evrópusambandsins. Þá verða eigur þeirra þar frystar og þeir hafa ekki aðgang að bankaþjónustu þar, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn kynntu einnig í dag útflutningsbann til Rússlands á efnum sem notuð eru við framleiðslu efnavopna. Navalní, sem hefur verið áberandi í stjórnarandstöðu í Rússlandi undanfarin ár, veiktist í flugvél yfir Síberíu þann 20. ágúst. Flugvélinni var lent og hann var fluttur á sjúkrahús í Omsk. Navalní féll í dá féll í dá og grunaði aðstandendur hans strax að eitrað hefði verið fyrir honum. Nokkrum dögum síðar var Navalní fluttur á sjúkrahús í Berlín. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Þegar hann sneri aftur til Rússlands í desember var hann handtekinn og síðar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilorði með því að fara til Rússlands.
Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54
Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12