Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 13:30 Barcelona verður alltaf félagið hans Pep Guardiola en hann spilaði þar í meira en áratug og hóf síðan stjóraferil sinn þar með frábærum árangri. Getty/Manchester City FC Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet. Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Josep Maria Bartomeu, fyrrum forseti Barcelona, var handtekinn í byrjun vikunnar og þurfti að dúsa eina nótt í fangelsi. Á sama tíma var gerð húsleit hjá Barcelona. Ofan á þessi læti þá eru síðan forsetakosningar hjá Barcelona á sunnudaginn kemur. Josep Maria Bartomeu hætti skyndilega sem forseti Barcelona í október en hann er sakaður um að standa fyrir rógsherferð á netinu gagnvart fyrrverandi og núverandi leikmönnum Barca sem höfðu gagnrýnt hann fyrir óstjórnina á félaginu síðustu ár. Pep Guardiola: Bartomeu s arrest is an uncomfortable situation, but I hope it ends well. He s innocent until proven guilty. My only concern is the election... I hope many people vote to elect a president who can lead, for me, the best club in the world. pic.twitter.com/USflAq7Euy— TalkFCB © (@talkfcb_) March 3, 2021 Sá sem tekur við sem forseti Barcelona hefur mikið og erfitt starf fyrir höndum þar sem fjárhagsstaðan er mjög slæm, liðið lítur ekki vel út og framtíð Lionel Messi í algjörri óvissu. „Þetta er óþægilegt fyrir Bartomeu en ég vona að þetta endi vel,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir 4-1 sigur á Úlfunum í gær. „Hann er saklaus þar til dómstólarnir sanna annað,“ sagði Guardiola. „Það eina sem ég hef áhyggjur af er að við verðum komin með nýjan forseta eftir eina viku. Þetta er mjög erfið staða hjá félaginu og nýr maður þarf að sýna hugrekki við að leiða félagið á næstu árum,“ sagði Guardiola. „Ég vona að sem flestir munu kjósa og leiða besta félagið í heimi. Ég er nokkuð viss um að þau komi sterkari til baka,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola lék 263 leiki með Barcelona frá 1990 til 2001 og var síðan stjóri félagins í fjögur ár frá 2008 til 2012. Undir stjórn Barcelona þá vann félagið fjórtán titla af nítján mögulegum á fjórum leiktíðum sem er félagsmet.
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira