Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2021 10:04 Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Karl Wernersson, fjárfestir og einn eigenda Milestone. Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. Úrskurðir í málunum voru á dagskrá MDE í dag en í tilkynningu frá dómstólnum kemur fram að sátt hafi náðst í málinu. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun íslenska ríkið greiða Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni 1,8 milljónir króna í bætur. Í máli Sigurjóns er vísað til úrskurðar MDE í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur en í málum hinna til úrskurðar dómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, þar sem niðurstaðan var sú að Hæstiréttur hefði snúið sýknudómi héraðsdóms án þess að hlýða á vitnisburði. Sáttirnar gera ráð fyrir því að einstaklingarnir geti farið fram á endurupptöku mála sinna. Deilt um fjárhagslega hagsmuni dómara Sigurjón og Ívar voru báðir sakfelldir í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Dómar beggja voru þyngdir í Hæstarétti; Sigurjón, sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og Ívar, þáverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, í tveggja ára fangelsi. Kvartanir beggja til MDE grundvölluðust á því að dómarar sem dæmdu í Hæstaréttarmálinu hefðu átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þeir Eiríkur Tómasson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Mannréttindadómstóll Evrópu. Mannréttindadómstóllinn hefur áður dæmt í afar áþekku máli, þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem Viðar hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall bankans. Sigríður Elín var dæmd í svokölluðu Ímon-máli, þar sem Sigurjón hlaut einnig dóm. Þegar MDE tók mál Sigríðar Elínar fyrir var einnig fjallað um fjárhagslega hagsmuni Eiríks og Markúsar. Þeir voru hins vegar ekki metnir nógu verulegir til að það hefði áhrif á hæfi þeirra. Eign Eiríks í Landsbankanum hefði verið óveruleg og Markús átt hlut í öðrum banka, Glitni. Sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti Karl Emil, Margrét og Sigurþór hlutu öll dóma í Milestone-málinu. Þau voru sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sakfelldi þau og dæmdi í fangelsi. Karl var einn aðaleigenda Milestone en Margrét og Sigurþór endurskoðendur hjá KPMG. Karli var í Milestone-málinu gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegu fjárhagstjóni með því að láta það fjármagna efndir á samningum sem voru Milestone óviðkomandi en um var að ræða greiðslur til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls. Þá voru Margrét og Sigurþór sögð hafa gerst sek um stórfellda vanrækslu í starfi við endurskoðun ársreikninga Milestone árin 2006 og 2007. Kvörtun þremenningana til MDE byggði meðal annars á þeim rökum að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á vitnisburð sakborninga og vitna, heldur endurmetið það sem fram kom við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá gerði Karl athugasemd við hlutabréfaeign fjöggurra dómara við réttinn, þeirra Gretu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Viðars Más Matthíassonar. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Efnahagsmál Milestone-málið Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Úrskurðir í málunum voru á dagskrá MDE í dag en í tilkynningu frá dómstólnum kemur fram að sátt hafi náðst í málinu. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun íslenska ríkið greiða Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni 1,8 milljónir króna í bætur. Í máli Sigurjóns er vísað til úrskurðar MDE í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur en í málum hinna til úrskurðar dómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, þar sem niðurstaðan var sú að Hæstiréttur hefði snúið sýknudómi héraðsdóms án þess að hlýða á vitnisburði. Sáttirnar gera ráð fyrir því að einstaklingarnir geti farið fram á endurupptöku mála sinna. Deilt um fjárhagslega hagsmuni dómara Sigurjón og Ívar voru báðir sakfelldir í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Dómar beggja voru þyngdir í Hæstarétti; Sigurjón, sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og Ívar, þáverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, í tveggja ára fangelsi. Kvartanir beggja til MDE grundvölluðust á því að dómarar sem dæmdu í Hæstaréttarmálinu hefðu átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þeir Eiríkur Tómasson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Mannréttindadómstóll Evrópu. Mannréttindadómstóllinn hefur áður dæmt í afar áþekku máli, þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem Viðar hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall bankans. Sigríður Elín var dæmd í svokölluðu Ímon-máli, þar sem Sigurjón hlaut einnig dóm. Þegar MDE tók mál Sigríðar Elínar fyrir var einnig fjallað um fjárhagslega hagsmuni Eiríks og Markúsar. Þeir voru hins vegar ekki metnir nógu verulegir til að það hefði áhrif á hæfi þeirra. Eign Eiríks í Landsbankanum hefði verið óveruleg og Markús átt hlut í öðrum banka, Glitni. Sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti Karl Emil, Margrét og Sigurþór hlutu öll dóma í Milestone-málinu. Þau voru sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sakfelldi þau og dæmdi í fangelsi. Karl var einn aðaleigenda Milestone en Margrét og Sigurþór endurskoðendur hjá KPMG. Karli var í Milestone-málinu gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegu fjárhagstjóni með því að láta það fjármagna efndir á samningum sem voru Milestone óviðkomandi en um var að ræða greiðslur til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls. Þá voru Margrét og Sigurþór sögð hafa gerst sek um stórfellda vanrækslu í starfi við endurskoðun ársreikninga Milestone árin 2006 og 2007. Kvörtun þremenningana til MDE byggði meðal annars á þeim rökum að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á vitnisburð sakborninga og vitna, heldur endurmetið það sem fram kom við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá gerði Karl athugasemd við hlutabréfaeign fjöggurra dómara við réttinn, þeirra Gretu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Viðars Más Matthíassonar.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Efnahagsmál Milestone-málið Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira