Fótbolti

„Ógleymanlegur dagur“ þegar Pelé var bólusettur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pelé sáttur með að fá bóluefnið.
Pelé sáttur með að fá bóluefnið.

Brasilíski fótboltasnillingurinn Pelé var bólusettur fyrir kórónuveirunni í gær.

Pelé var sáttur með bólusetninguna og talaði um að dagurinn hefði verið ógleymanlegur.

Ekki liggur fyrir hvar Pelé var bólusettur en hann hefur dvalið á heimili sínu í Guaruja, fyrir utan Sao Paulo, síðan kórónuveirufaraldurinn skall á.

Af öllum heimsins hafa næstflestir látist í Brasilíu af völdum kórónuveirunnar, eða um 260 þúsund manns.

Klippa: Pelé bólusettur

Pelé varð áttræður í október á síðasta ári. Hann hefur glímt við heilsubrest undanfarin ár og þurfti meðal annars að leggjast inn á spítala 2019 vegna þvagfærasýkingar.

Pelé er markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 77 mörk. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×