Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 22:52 Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt. Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira
Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Sjá meira