Mannapar í San Diego bólusettir gegn Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 12:38 Alvanalegt er að bólusetja mannapa með bóluefnum sem hafa verið þróuð fyrir hunda og ketti. San Diego Zoo/Christina Simmons Níu mannapar í dýragarðinum í San Diego hafa verið bólusettir gegn Covid-19. Um er að ræða fjóra órangúta og fimm simpasa, sem hafa fengið tvo skammta af bóluefni frá Zoetis, fyrirtæki sem framleiðir lyf fyrir dýr. Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Um er að ræða tilraunaverkefni en átta górillur í dýragarðinum greindust með Covid-19 í janúar síðastliðnum, fyrstar mannapa í heiminum. Verndunarsinnar hafa áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal mannapa, ekki síst górilla, sem eru í útrýmingarhættu. „Þetta er ekki normið,“ sagði Nadine Lamberski, yfirmaður hjá San Diego Zoo Wildlife Alliance, í samtali við National Geographic. „Á öllum mínum ferli hef ég aldrei haft aðgang að tilraunabóluefni svona snemma né hef ég haft jafn yfirþyrmandi löngun til að nota það.“ Meðal skepnanna sem voru bólusettar var Karen, fyrsti órangútinn til að gangast undir opna hjartaskurðaðgerð árið 1994. Að sögn Lamberski hefur aukaverkana ekki orðið vart hjá öpunum en ónæmi þeirra verður rannsakað á næstunni til að kanna virkni efnisins. Covid-19 hefur greinst hjá öðrum dýrategundum í dýragörðum, meðal annars ljónum og tígrisdýrum í Bronx-dýragarðinum í New York og ljónum í Barcelona. Þá hefur SARS-CoV-2, veiran sem veldur Covid-19, fundist í hundum, köttum og minkum. Zoetis hóf þróun bóluefnisins í febrúar á síðasta ári eftir að hundur greindist í Hong Kong. Bóluefnið var úrskurðað öruggt og áhrifaríkt í október síðastliðnum, að minnsta kosti hjá hundum og köttum. Að sögn Lamberski er alvanalegt að bóluefni sem þróuð eru með hunda og ketti í huga séu gefin mannöpum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira