Erlent

Sameinuðu þjóðirnar fá engin svör vegna týndu prinsessunnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum, faðir Latifu, er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins.
Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum, faðir Latifu, er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. EPA/FARES GHAITH

Tveimur vikum eftir að Sameinuðu þjóðirnar báðu um sannanir fyrir því að dóttir ráðanda Dubaí væri á lífi, hafa þær ekki borist. Dóttirin, prinsessan Latifa Al Maktoum, hefur undanfarin ár gengið undir nafninu „Týnda prinsessan“.

Hún reyndi að flýja frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2018 en sérsveitarmenn eru sagðir hafa sigið úr þyrlu um boð í bát hennar undan ströndum Indlands, gefið henni deyfilyf og flutt hana til baka.

Síðan þá hefur hún ekki sést.

Sjeikinn Mohammed bin Rashid Al Maktoum er einn auðugasti ríkishöfðingi heimsins. Hann er auk þess að vera varaforseti og forsætisráðherra, leiðtogi Dubaí.

Latifa laumaði þó myndskilaboðum til vina sinna en eftir að þeir hættu að heyra í henni leituðu þeir til fjölmiðla. Í skilaboðunum sagðist hún vera í haldi í húsi í Dubai og hún fengi hvorki að yfirgefa húsi né ofna glugga.

Eftir að fjallað var Latifu og skilaboðin í Panorama, fréttaskýringaþætti BBC, fóru Sameinuðu þjóðirnar fram á að konungsfjölskylda Dubaí sannaði að hún væri á lífi. Nú hefur BBC eftir einum talsmanna SÞ að þeirri beiðni hafi ekki verið svarað.

Konungsfjölskyldan sagði nýverið að Latifa væri við góða heilsu. Verið væri að hlúa að henni vegna veikinda.


Tengdar fréttir

Vilja sannanir fyrir því að týnda prinsessan sé á lífi

Konungsfjölskyldan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt er að prinsessan Latifa Al Maktoum, dóttir Mohammed bin Rashid, forsætisráðherra Sameinuðu arabíska furstadæmanna, sé í góðu yfirlæti heima hjá sér. Breska ríkisútvarpið greindi frá því fyrr í vikunni að faðir hennar héldi henni í gíslingu og að hún óttaðist um líf sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×