Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Þetta er bara allur helvítis pakkinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 14:02 Styrmir Snær [nr. 34] átti stórbrotinn leik er Þór Þorlákshöfn sótti sigur í Hafnafjörð. Vísir/Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var til umræðu í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds og ekki í fyrsta skipti. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Teitur Örlygsson og Benedikt Guðmundsson fóru yfir frammistöðu hins 19 ára gamla Styrmis í sigri Þórsara á Haukum í síðustu umferð. „Hann kann að taka réttu skrefin. Hann er ekkert sá fljótasti. Hann er náttúrulega fljótur miðað við stærð, hann er íþróttamaður,“ sagði Teitur Örlygsson eftir að Kjartan Atli spurði af hverju Styrmir Snær ætti svona auðveld með að skora. Teitur og Kjartan hrósuðu svo Styrmi enn frekar. „Hann er alltaf settur á Bandaríkjamanninn í hinu liðinu. Hann var kominn með 35 framlagspunkta í þriðja leikhluta. Hann er 19 ára í deild sem stútfull af atvinnumönnum og er einn af bestu leikmönnum deildarinnar, þetta er magnað.“ „Þetta er ótrúlegt. Hann verður bara betri með hverjum einasta leik sem hann spilar. Hann var betri í þessum leik heldur en síðasta leik og síðan þar á undan. Hann skorar 32 stig og klikkar á tveimur skotum í leiknum. Hann er alltaf að taka góð skot, sáum hann skora úr hraðaupphlaupum, hann er að pósta upp. Hann tekur „drævin“ og treður, Hann tekur skot utan af velli. Þetta er bara allur helvítis pakkinn,“ bætti Benedikt Guðmundsson við. Stigin 32 sem Styrmir Snær skoraði er það mesta sem íslenskur leikmaður hefur gert í leik í vetur. Collin Pryor og Logi Gunnarsson koma þar á eftir með 30 stig. Þá hefur enginn íslenskur leikmaður verið með fleiri framlagspunkta en Styrmir Snær í einum og sama leiknum en hann endaði með 38 slíka. Kristófer Acox, leikmaður Vals, hefur einnig náð því. Umræðu Körfuboltakvölds um undrið frá Þorlákshöfn má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Fóru fögrum orðum um Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum