„Ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af“ Kristín Ólafsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 6. mars 2021 15:31 Víðir Reynisson segir að mun meira af sínum tíma fari nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga en heimsfaraldrinum. Vísir/Vilhelm Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir þessa ákvörðun endurspegla góða stöðu á faraldrinum innanlands og tími hafi verið kominn til að gefa tölfræðiteyminu helgarfrí. Enn greinist fólk þó smitað á landamærum og þá hefur hingað til þurft að vísa sjö einstaklingum úr landi, sem ekki gátu framvísað tilskildum Covid-prófum eða öðrum pappírum. Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Unnið er að því að útbúa sérstakt svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir þá einstaklinga sem þarf að vísa úr landi vegna þessa en fáar flugferðir gera það að verkum að þó nokkur tími getur liðið þangað til fólk kemst úr landinu. „Vonandi verður það tekið í gagnið í vikunni, þetta snýst bara um það að geta boðið mannsæmandi aðstæður á meðan fólk er að bíða eftir því að fara til baka. Það er auðvitað ekki boðlegt að vera ekki með aðstæður fyrir fólk svo sómi sé af,“ segir Víðir. Sjá verðmæti í opnu samfélagi Víði líður ekki eins og fólk sé orðið kærulausara gagnvart sóttvarnaráðstöfunum nú þegar faraldurinn er í lágmarki. „Mér finnst bara almennt að þrátt fyrir að staðan sé góð að við séum bara öll samtaka í því að reyna að halda henni þannig. Ég held að menn upplifi það, svona horfandi í kringum sig, að þetta séu ákveðin verðmæti og mjög verðmæt staða að geta þó verið með þetta opið samfélag. Okkar tilfinning er bara að fólk sé áfram á fullu með í þessu.“ Dregið hefur úr tilkynningum um möguleg sóttvarnarbrot á síðustu vikum. „Það náttúrulega tengist því að mjög mikið af þessum tilkynningum sneru að fjöldatakmörkunum og núna þegar fjöldatakmörkin eru orðin fimmtíu þá eiga flestir mjög auðvelt með að fara eftir þeim og þetta hefur bara verið að ganga mjög vel finnst okkur.“ Smitrakningarteymið komið úr níutíu í fjóra Fjórir eru nú vakt hjá smitrakningarteyminu hverju sinni en níutíu manns voru í teyminu þegar mest lét sem sinnir sömuleiðis verkefnum í tengslum við landamærin. Víðir segir að staðan sé góð á landamærunum og langflestir sem komi til landsins geti framvísað neikvæðu PCR-prófi líkt og gert er krafa um. Þó sé eitthvað um að fólk framvísi niðurstöðum sem uppfylli ekki skilyrði stjórnvalda, til að mynda úr svokölluðum hraðprófum sem ekki eru tekin gild hér á landi. Borið hefur á auknum kröfum um frekari afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hér á landi að undanförnu nú þegar það er orðin undantekning að ný smit greinist innanlands. Núverandi reglur gilda til og með 17. mars. „Auðvitað bíða margir spenntir eftir því hvað næsta reglugerð felur í skauti sér. Hvort hún felur í sér einhverjar tilslakanir verður bara að koma í ljós, Þórólfur er að meta það og fer í það í komandi viku,“ segir Víðir en langstærstur hluti vinnutíma hans fer nú í að sinna jarðhræringunum á Reykjanesskaga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18 Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02 Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Engar Covid-tölur um helgar Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu. 6. mars 2021 10:18
Enginn greindist með veiruna innanlands sjötta daginn í röð Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, sjötta daginn í röð. 5. mars 2021 11:02
Telur ekki að lengja eigi tíma milli bólusetninga svo sem flestir fái fyrri sprautu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki að lengja ætti tíma milli bólusetninga við Covid-19 hjá fólki svo hægt sé að gefa sem flestum hér á landi fyrri sprautu bóluefnis. 2. mars 2021 21:19