Að vera vitur eftir á Guðmundur Arnar Guðmundsson skrifar 7. mars 2021 13:30 Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Allt frá Suðurlandsskjálftunum stóru árið 2000 og 2008 hafa jarðskjálftafræðingar varað við frekari virkni sem gæti haft enn meiri og jafnvel alvarlegri áhrif hér á Suðurlandi. Fjallað var um það ítarlega að sú virkni var ekki einskorðuð við svæðin kringum Selfoss og Hveragerði, heldur myndi þetta jafnvel haldast í hendur við svæðin hér á Reykjanesi. Þetta má meðal annars sjá í viðtali við Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í fréttum árið 2017, en þar varaði hann við að búast mætti við frekari virkni á komandi tímum því mikil spenna væri á svæðinu. Hann varaði meðal annars við hugsanlegum hræringum vestur af Bláfjöllum og að „þar ættu menn að vera mjög vakandi og fara virkilega skoða möguleika á stórum skjálfta þar, og fylgjast með skorpunni þar. Þetta er líka svo nálægt Reykjavík“. Auðvitað er ekki hægt að sjá fram í tímann en ég vil trúa því að yfirvöld hafi ekki ákveðið að hundsa þessi aðvörunarorð vísindanna heldur tekið þau alvarlega og gert einhverskonar áætlanir um að bregðast rétt við ef það versta myndi gerast því það er á ábyrgð yfirvalda að huga að öryggi borgara landsins. Líkt og búast mátti við, því búið var að vara við því, þá fóru af stað í fyrra miklar jarðhræringar í námunda við Grindavík og töluvert landris sem er jafnan talinn vera fyrirvari eldgoss. Augu allra beindust að svæðinu og á slíkum tímum leggur fólk traust sitt á yfirvöld um að þau virki alla sína bestu hugsuði og vísindafólk um hvað gera skal ef það versta gerist. En hver er staðan núna? Jú, við erum í þeirri stöðu að þrátt fyrir allar viðvaranir og staðreyndir sem blasa við er ekki að finna neina rýmingaráætlun fyrir Suðurnesin. Ekki hefur verið tjáð fólki um hvað það skuli gera ef það fer að gjósa. Vissulega eru mestar líkur á því að ef það fer að gjósa mun það ekki vera hamfaragos, en þrátt fyrir það er það á ábyrgð yfirvalda að miðla til íbúa þeim áætlunum sem eru til staðar og eiga að tryggja öryggi þeirra. Borgarar eiga að finna fyrir því að yfirvöld séu undirbúin fyrir það versta því við búum á Íslandi þar sem allt getur gerst. En nei, við stöndum frammi fyrir því að staðan sé nú að „verið sé að vinna að rýmingaráætlun“, ekki að hún sé tilbúin fyrir löngu og að við séum búin undir fyrir það versta. Það er á ábyrgð yfirvalda að virkja kerfið til að undirbúa borgara landsins fyrir það sem gera skal ef hætta skapast af hendi náttúrunnar. Það er á þeirra ábyrgð að miðla þeim áætlunum til okkar um hvað yfirvöld munu gera ef vegi lokast og íbúar Reykjaness einangrast. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar hvað verði gert ef rafmagn fer af svæðinu í langan tíma. Það er á þeirra ábyrgð að miðla til okkar að verið sé að hugsa til okkar og að þeim sé umhugað um öryggi okkar allra því það er ekki hægt að vera vitur eftir á í aðstæðum sem þessum. Yfirvöld hafa svo sannarlega haft nægan tíma til þess. Höfundur býður sig fram í prófkjöri Pírata fyrir Suðurkjördæmi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun