Samhengi sóttvarna og jarðhræringa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 20:30 Frá bólusetningu við covid-19 í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Ástæðan fyrir því að ekki þykir ráðlegt að slaka á sóttvarnaraðgerðum á meðan jarðhræringar standa yfir er fyrst og fremst sú að ef til náttúruhamfara kemur getur reynst erfiðara að koma í veg fyrir smit ef aukin smithætta er í samfélaginu. Tilslakanir geti haft í för með sér aukna smithættu og ef smit er í samfélaginu kynnu fleiri að vera útsettir ef bregðast þyrfti við náttúruhamförum, til dæmis með því að safna fólki saman í fjöldahjálparstöðvum. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við Vísi, spurð um samhengið milli sóttvarnaaðgerða og jarðhræringanna á Reykjanesi. Bæði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hafa sagt í fjölmiðlum nýverið að þau telji óráðlegt að ráðast í frekari tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á meðan mikil skjálftavirkni og jarðhræringar standa yfir á Reykjanesi. Auðveldara að skerða frelsi en að skila því Ýmsir hafa velt vöngum yfir þessum ummælum og velt fyrir sér hvert samhengið sé þarna á milli. Þeirra á meðal er Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem vekur máls á þessu á Twitter á föstudaginn. „Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur,“ skrifar Katrín um leið og hún deilir tilvísun í orð sóttvarnalæknis þar sem hann segist ekki telja æskilegt að slaka á sóttvarnareglum á meðan jarðhræringarnar á Reykjanesskaga standa sem hæst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Þórólfs í samtali við Rúv fyrir helgi. Það er greinilega auðveldara að skerða frelsi fólks en að skila frelsinu aftur. pic.twitter.com/rMvgDpQjrB— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 5, 2021 „Ég átta mig ekki á samhenginu? Hvernig geta jarðskjálftar og mögulegt eldgos haf áhrif á útbreiðslu covid?“ spyr Guðbjörg Oddný Jónasdóttir í svari við færslu Katrínar á Twitter. Hún er ekki ein um að velta þessu fyrir sér en fréttastofu hafa borist fyrirspurnir af sambærilegum toga. Erfiðara að halda uppi smitvörnum „Þegar við erum í svona ástandi eins og þar, þegar fólk er að koma kannski saman mikið, þá getur verið erfiðara að vera með sóttvarnir í hávegum hafðar. Þegar þú ert með einhverjar hamfarir og fólk þarf að koma saman, þú getur ímyndað þér fjöldahjálparstöð eða annað ef að til þess kæmi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna. Hún bendir til dæmis á að það gæti verið erfiðara að bregðast við og halda uppi öflugum sóttvörnum ef smit kæmi upp á sama svæði og hugsanlegar náttúruhamfarir. „Þetta er samfélagslegt mál, að við séum að passa upp á hvort annað,“ segir Hjördís. Ekkert smit utan sóttkvíar í fimm vikur þangað til um helgina Þangað til um helgina, var það síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is. Útlitið var því orðið nokkuð gott hér innanlands en ætla má að forsendur hafi breyst nokkuð um helgina eftir að upp komu tvö innanlandssmit utan sóttkvíar. Einn hinna smituðu er starfsmaður á Landspítala og er grunur um að viðkomandi hafi sýkst af svokallaða breska afbrigði veirunnar. Sem stendur miðast fjöldatakmarkanir við fimmtíu manns en á viðburðum mega koma saman allt að tvö hundruð manns. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að það komi í ljós á næstu sólarhringum hvernig staðan lítur út eftir að tilfelli breska afbrigðisins greindust um helgina. Þá komi í ljós hvort grípa þurfi til harðari aðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira