Viðskipti innlent

Bein út­sending: Hringir opnunar­bjöllu í Kaup­höllinni fyrir jafn­rétti

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála, verður heiðursgestur viðburðarins.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála, verður heiðursgestur viðburðarins. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun hringja opnunarbjöllu markaða fyrir jafnrétti klukkan 9:15 í dag.

Það er Kauphöll Íslands í samstarfi við UN Women á Íslandi, FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök atvinnulífsins sem efna til viðburðar í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna í dag.

Hægt verður að fylgjast með Katrínu hringja bjöllunni í spilaranum að neðan, en það eru Kauphallir í yfir níutíu löndum í samstarfi við UN Women sem hringja inn bjöllu fyrir jafnrétti á þessum degi, þann 8. mars.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og ráðherra jafnréttismála, verður heiðursgestur viðburðarins og hringir bjöllunni í ár. Bjölluhringingin er hvatning til allra í einkageiranum að vera kyndilberar jafnréttis og mannréttinda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×