„Algjörlega ófullnægjandi prófakerfi“ en ekki á dagskrá að kaupa nýtt Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 8. mars 2021 11:39 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, merkir engan áhuga hjá ráðuneytinu að fjármagna kaup á nýju kerfi fyrir samræmdu prófin. Vísir/Vilhelm Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum. Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“ Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
Fjórtán og fimmtán ára börn í 9. bekk lentu mörg hver í hremmingum í morgun þegar þau reyndu að opna samræmt próf í íslensku. Til að þreyta prófið áttu nemendur að fara á vef Menntamálastofnunar, sem hefur umsjón með prófunum, og smella þar á link. Margir lentu í vandræðum. Vandamál í sjötíu skólum „Það birtist í því að þegar margir nemendur hafa farið inn í prófin á sama tíma að þá myndast álag á kerfið sem veldur því að sumir komast ekki inn og síðan einhverjir sem eru komnir inn í prófin detta jafnvel út án þess að hafa lokið prófinu,“ segir Arnór. Vandamálið sé í tæplega öðrum hverjum skóla. „Þetta hefur haft áhrif á um helming skóla, eða sjötíu af 150. Þannig þetta er nokkuð víðtækt en sums staðar hefur tekist að leysa þetta með því að fara aftur inn í prófið, nemendur hafa þannig getað lokið prófi.“ Hann segir allavega þrjátíu skóla hafa ákveðið að færa próftökuna. Prófin verða þreytt síðar í þeim skólum en ákvörðunin er í höndum hvers skólastjóra fyrir sig. Arnór segir Menntamálastofnun hafa varapróf sem lagt verði fyrir þá nemendur. Ekki á dagskrá að setja fjármagn í nýtt kerfi Aðspurður hvers vegna kerfið sé svona slappt segir Arnór: „Við höfum ítrekað bent ráðuneytinu á að ef það á að leggja próf fyrir með þessum hætti þá þurfi betra prófakerfi. Bara strax þegar þetta kerfi hrundi árið 2018 bentum við á að þetta sé algjörlega ófullnægjandi prófakerfi. En það er mikil óvissa um framtíð samræmdra prófa og þegar það eru að koma tillögur um breytingar á þeim er kannski ekki verið að fjárfesta í nýjum kerfum sem eru dýr.“ Viðbrögð frá ráðuneytinu séu lítil. „Ekki nema að það standi ekki til að setja fjármagn í þetta. Þannig við erum bara svolítið í óvissu með þessi prófakerfi.“
Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sjá meira
Enn á ný vandræði með samræmdu prófin Nemendur í 9. bekk víða um land eiga í erfiðleikum með að þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku. Forstjóri Menntamálastofnunar sem sér um framkvæmd prófsins segir málið í skoðun. Það tengist þjónustuaðila erlendis. Svo virðist sem vandamálið sé í sumum skólum en öðrum ekki. 8. mars 2021 10:27