Una sækist eftir einu af efstu sætunum hjá VG í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2021 12:20 Una Hildardóttir. Vísir/Hanna andrésdóttir Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar, sækist eftir 1. til 2. sæti í komandi forvali flokksins vegna komandi þingkosninga. Frá þessu greinir Una í tilkynningu til fjölmiðla. Áður hafa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að þeir sækist eftir efsta sætið á lista flokksins. Í tilkynningunni frá Unu segir að hún sé 29 ára og uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún búi ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Frá árinu 2011 hef ég tekið virkan þátt í starfi vinstri grænna. Fyrstu þrjú árin í stjórn Ungra vinstri grænna og síðar sem gjaldkeri VG frá 2016 til 2019. Í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar og hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, til að mynda sem formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ og kosningastýra Ungra vinstri grænna í alþingiskosningum 2013. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum síðastliðin ár. Þannig hef ég gegnt embætti forseta Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðin tvö ár og var ritari LUF frá 2017 til 2019. Jafnframt hef ég frá sveitarstjórnarkosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unu að auka þurfi þátttöku og sýnileika ungs fólks og þá sérstaklega ungra kvenna í stjórnmálum. Því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. „Ég vil beita mér í auknum mæli fyrir mannréttindum, velferðarmálum og jöfnuði, einkum á milli kynslóða. Við uppbyggingu eftir efnahagskreppu heimsfaraldurs er mikilvægt að horfa sérstaklega til stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og tryggri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja enn meiri kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni,“ er haft eftir Unu. Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Frá þessu greinir Una í tilkynningu til fjölmiðla. Áður hafa Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður tilkynnt að þeir sækist eftir efsta sætið á lista flokksins. Í tilkynningunni frá Unu segir að hún sé 29 ára og uppalin í Mosfellsbæ þar sem hún búi ásamt eiginmanni og dóttur. „Ég er fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu og hef tekið sæti á þingi sjö sinnum á kjörtímabilinu. Frá árinu 2011 hef ég tekið virkan þátt í starfi vinstri grænna. Fyrstu þrjú árin í stjórn Ungra vinstri grænna og síðar sem gjaldkeri VG frá 2016 til 2019. Í dag sit ég í flokksráði hreyfingarinnar og hef sinnt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna, til að mynda sem formaður svæðisfélags VG í Mosfellsbæ og kosningastýra Ungra vinstri grænna í alþingiskosningum 2013. Ég hef tekið virkan þátt í ýmsum félagsstörfum síðastliðin ár. Þannig hef ég gegnt embætti forseta Landssambands ungmennafélaga (LUF) síðastliðin tvö ár og var ritari LUF frá 2017 til 2019. Jafnframt hef ég frá sveitarstjórnarkosningum árið 2018 verið formaður lýðræðis- og mannréttindanefndar Mosfellsbæjar fyrir hönd VG,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Unu að auka þurfi þátttöku og sýnileika ungs fólks og þá sérstaklega ungra kvenna í stjórnmálum. Því hafi hún ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. „Ég vil beita mér í auknum mæli fyrir mannréttindum, velferðarmálum og jöfnuði, einkum á milli kynslóða. Við uppbyggingu eftir efnahagskreppu heimsfaraldurs er mikilvægt að horfa sérstaklega til stöðu ungs fólks, kvenna og jaðarsettra hópa. Halda þarf áfram á góðri og tryggri vegferð með Vinstri græn í forystu, ganga lengra í velferðar- og jafnréttismálum og setja enn meiri kraft í baráttu okkar gegn loftslagsvánni,“ er haft eftir Unu.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16 Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Guðmundur Ingi vill leiða lista VG í Kraganum Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt að hann sækist eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 2. mars 2021 09:16
Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kraganum Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur gefið kost á sér til að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum sem fram fara í september. 25. febrúar 2021 07:24