Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2021 til 2023 hófst í morgun. Atkvæðagreiðslunni mun ljúka á hádegi á föstudaginn.
Í framboði til formanns eru þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur.
Alls eru 35.919 á kjörskrá, eða allir fullgildir VR-félagar, auk eldri félagsmanna sem hættir eru atvinnuþátttöku vegna aldurs en sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt að minnsta kosti fimmtíu mánuði af sextíu síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára, líkt og segir á heimasíðu VR.
Að neðan má sjá umræður Heimis Más Péturssonar fréttamann við þau Ragnar Þór og Helgu Guðrúnu í Pallborðinu á Vísi þann 23. febrúar síðastliðinn.
Einnig er kosið um ellefu frambjóðendur í sjö sæta stjórn og þriggja í varastjórn.
Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar VR:
- Arnþór Sigurðsson
- Harpa Sævarsdóttir
- Helga Ingólfsdóttir
- Jón Steinar Brynjarsson
- Jónas Yngvi Ásgrímsson
- Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
- Sigmundur Halldórsson
- Sigríður (Sirrý) Hallgrímsdóttir
- Sigurður Sigfússon
- Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
- Þórir Hilmarsson