Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Sylvía Hall skrifar 8. mars 2021 22:37 Viðtal Opruh við hjónin hefur vakið mikla athygli. Getty/Harpo Productions Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021 Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Meghan var ómyrk í máli þegar hún talaði um andrúmsloftið sem ríkti innan konungsfjölskyldunnar, þá sérstaklega í kringum hana, sem fór að hennar sögn versnandi eftir brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi aldrei beitt sér gegn óvægnum og rasískum umfjöllunum um hana í bresku pressunni og að á tímapunkti hafi hún verið í sjálfsvígshugleiðingum. Ummæli þeirra hjóna um umræður innan fjölskyldunnar um mögulegan húðlit Archie, sonar þeirra, hafa vakið mikla reiði. Meghan, sem er af blönduðum uppruna, segir meðlimi konungsfjölskyldunnar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því hversu dökkur hann gæti verið og „hvernig það myndi líta út“ þegar hún gekk með Archie. „Harry sagði mér frá þessu. Þetta voru samræður sem fjölskyldan átti við hann,“ sagði Meghan, sem neitaði að gefa upp hverjir áttu hlut að máli. „Það væri mjög skaðlegt fyrir þau.“ Í viðtali við CBS í morgun sagði Oprah að Harry hefði ekki gefið upp hverjir hefðu átt þessar samræður. Hann vildi samt að það kæmi skýrt fram að hvorki amma hans, Elísabet drottning, né afi hans Filippus hafi verið meðal þeirra sem höfðu áhyggjur af þessu. „Hann sagði mér ekki hverjir það voru en hann vildi að ég vissi, og ef ég fengi tækifæri til þess að deila því, að það voru hvorki amma hans né afi sem tóku þátt í þeim umræðum.“ WATCH: @Oprah says “it was not his grandmother nor his grandfather” that were a part of the conversations about Prince Harry & Meghan's baby's skin color. #OprahMeghanHarry pic.twitter.com/LpPLmkUEFR— CBS This Morning (@CBSThisMorning) March 8, 2021
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira