Veturinn minnir á sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 07:12 Það mun snjóa eitthvað á Akureyri á morgun ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Vísir/Tryggvi Hyggilegt er fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð þar sem veturinn minnir nú á sig eftir hagstæða tíð undanfarið. Þetta kemur í fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að í dag sé útlit fyrir hægt vaxandi norðaustanátt og strekkingsvind nokkuð víða seinnipartinn. Með fylgi úrkomusvæði og er spáð rigningu eða snjókomu á austurhelmingi landsins en þurrt að kalla vestantil. Hiti verður víða nálægt frostmarki en allt að fim stigum sunnanlands. Það bætir síðan í vind í kvöld og í nótt og á morgun er víða gert ráð fyrir allhvassri norðanátt en hvassviðri eða stormi um landið norðvestanvert síðdegis. „Á morgun verður væntanlega úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á morgun þarf því að gera ráð fyrir snörpum vindstrengjum við fjöll í flestum landshlutum, einkum um landið vestanvert. Einnig má búast við hríðarveðri nokkuð víða, sérílagi á fjallvegum, en úrkomulítið sunnanlands. Það væri hyggilegt fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð. Eftir hagstæða tíð undanfarið, minnir veturinn á sig. Á Íslandi er mars flokkaður sem vetrarmánuður, enda sýna veðurmælingar að hann sker sig ekki frá hinum vetrarmánuðunum þremur (desember, janúar og febrúar),“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðaustan 8-15 m/s seinnipartinn í dag. Rigning eða snjókoma á austurhelmingi landsins, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti víða nálægt frostmarki, en að 5 stigum sunnanlands. Bætir í vind í kvöld og nótt. Norðan 10-18 á morgun, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinni. Á miðvikudag: Norðan 10-18 m/s, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á fimmtudag: Norðaustan 5-13, en 15-23 norðvestantil á landinu. Rigning eða snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt að mestu sunnantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Vestfjörðum. Á föstudag: Norðaustan og norðan 8-15. Snjókoma norðantil á landinu, rigning austast, en þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og él norðanlands með vægu frosti, en yfirleitt þurrt sunnantil á landinu og frostlaust að deginum. Veður Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þetta kemur í fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að í dag sé útlit fyrir hægt vaxandi norðaustanátt og strekkingsvind nokkuð víða seinnipartinn. Með fylgi úrkomusvæði og er spáð rigningu eða snjókomu á austurhelmingi landsins en þurrt að kalla vestantil. Hiti verður víða nálægt frostmarki en allt að fim stigum sunnanlands. Það bætir síðan í vind í kvöld og í nótt og á morgun er víða gert ráð fyrir allhvassri norðanátt en hvassviðri eða stormi um landið norðvestanvert síðdegis. „Á morgun verður væntanlega úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á morgun þarf því að gera ráð fyrir snörpum vindstrengjum við fjöll í flestum landshlutum, einkum um landið vestanvert. Einnig má búast við hríðarveðri nokkuð víða, sérílagi á fjallvegum, en úrkomulítið sunnanlands. Það væri hyggilegt fyrir ferðalanga að hafa veður morgundagsins í huga þegar ferðalög eru skipulögð. Eftir hagstæða tíð undanfarið, minnir veturinn á sig. Á Íslandi er mars flokkaður sem vetrarmánuður, enda sýna veðurmælingar að hann sker sig ekki frá hinum vetrarmánuðunum þremur (desember, janúar og febrúar),“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðaustan 8-15 m/s seinnipartinn í dag. Rigning eða snjókoma á austurhelmingi landsins, en þurrt að kalla vestanlands. Hiti víða nálægt frostmarki, en að 5 stigum sunnanlands. Bætir í vind í kvöld og nótt. Norðan 10-18 á morgun, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinni. Á miðvikudag: Norðan 10-18 m/s, en 15-23 síðdegis um landið norðvestanvert. Úrkomulítið sunnanlands, annars víða slydda eða snjókoma, en rigning austast á landinu. Hiti kringum frostmark, en frostlaust með suður- og austurströndinnni. Á fimmtudag: Norðaustan 5-13, en 15-23 norðvestantil á landinu. Rigning eða snjókoma norðan- og austanlands, en þurrt að mestu sunnantil. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost á Vestfjörðum. Á föstudag: Norðaustan og norðan 8-15. Snjókoma norðantil á landinu, rigning austast, en þurrt sunnan heiða. Hiti breytist lítið. Á laugardag og sunnudag: Norðlæg átt og él norðanlands með vægu frosti, en yfirleitt þurrt sunnantil á landinu og frostlaust að deginum.
Veður Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira