„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Arnar Daði Arnarsson fór upp með Gróttu á síðustu leiktíð og nýliðarnir hafa bitið frá sér í vetur. vísir/hulda margrét Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra. Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira