Valsmenn komnir með skorara af guðs náð sem heitir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 11:30 Jón Arnór Stefánsson kemur nú inn af bekknum hjá Val en í byrjunarliðið er komið bandarískur leikmaður sem er mikill skorari og ber nafnið Jordan. Vísir/Vilhelm Jordan Roland og Jón Arnór Stefánsson voru mennirnir á bak við langþráðan sigur Valsmanna í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi og í Körfuboltakvöldinu var farið yfir frammistöðu þeirra beggja. Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Jordan Roland skoraði 35 stig í ellefu stiga sigri Vals á ÍR, 101-90, en það munaði líka gríðarlega mikið um að fá tíu stig frá Jóni Arnóri Stefánssyni í fjórða leikhluta. „Mér finnst þetta vera leikmaðurinn sem Val vantaði. Það vantaði einhvern ‚go to gæja' ef maður slettir, leikmann sem getur brotið upp varnir og skorað alls konar körfur. Hann er með mjög skrýtið skot en það er rosalega skilvirkt. Hann er skorari af guðs náð,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Jordan Roland hitti úr fjórum af átta þriggja stiga skotum sínum og setti niður 83 prósent skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna. „Þetta var líka svo átakalaust fyrir hann. Þetta var kannski lítil gabbhreyfingu og smá knattrak og hann var kominn upp í mjög öruggt skot. Þegar þú ert svona góður sóknarmaður og átt svona auðvelt að búa til færi þá er þetta rosalega góður leikmaður sem Valsmenn eru búnir að fá í hendurnar,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Valsmenn fengu ekki aðeins 35 stig frá Jordan því þeir fengu líka 20 stig frá geitinni Jóni Arnóri Stefánssyni. Saman hittu þeir Jordan og Jón Arnór úr 22 af 31 skoti sínu sem gerir 71 prósent skotnýtingu. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Jordan og Geitin í Valsliðinu „Það gleður mann alltaf mikið að sjá Jón Arnór spila vel. Hann á það bara skilið því maður veit hvað hann leggur á sig. Hann sýndi frábæran leik í kvöld og leið vel í hornunum í þriggja stiga skotunum, svo var hann að spila hörku vörn og gera það sem maður þekkir hann besti fyrir,“ sagði Hermann. „Hann kemur af bekknum og það getur verið hlutverk sem hentar bæði fyrir hann og líka fyrir Valsliðið. Að fá þennan mann af bekknum. Það sem breytist líka með þessum nýja manni, Jordan, er að Jón Arnór getur svolítið plantað sér í hornin og fengið aðeins að fylgjast með til að lesa varnirnar,“ sagði Sævar. „Að fá mann eins og Jón Arnór af bekknum, frábær varnarmaður, með mikla reynslu og sigurvegari. Hann getur líka skotið vel,“ sagði Sævar. Kjartan Atli Kjartansson vakti þá athygli á því að Jón Arnór hefur oft komið inn af bekknum þegar hann var að spila í bestu deildum Evrópu. „Hann hefur komið inn af bekknum hjá liðum í Evrópu því þar er þetta bara allt öðruvísi því leikmannahópurinn rúllar allt öðruvísi. Hann kann þessa list að koma inn og breyta takti leikja sem er sjaldhæft að kunna,“ sagði Kjartan Atli. Það má finna alla umræðuna um Jordan og geitina í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira