Fjórðungur kvenna beittur ofbeldi af maka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 06:18 Líklega er um vanmat að ræða, þar sem rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni á netinu. Ein af hverjum fjórum konum hefur verið beitt líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu eiginmanns eða karlkyns maka samkvæmt stærstu rannsókn sem gerð hefur verið á ofbeldi gegn konum. Það eru Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem standa að rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar hefur fjórðungur stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára verið beittur ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Tíðni ofbeldis gegn konum er hins vegar hæst í aldurshópnum 30 til 39 ára. Ef tölfræði er varðar ofbeldi sem er ekki beitt af hálfu maka er tekin með í reikninginn áætlar WHO að um þriðjungur kvenna 15 ára og eldri muni upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta jafngildir því að 736 til 853 milljónir kvenna séu beittar ofbeldi. Rannsóknin náði til 161 ríkis á tímabilinu 2000 til 2018. Niðurstöður hennar endurspegla því ekki fjölgun í málaflokknum vegna Covid-19. Þá telur WHO að raunveruleg tíðni ofbeldis sé mun hærri en rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni í netheimum. Tíðni ofbeldis í garð kvenna er meiri í fátækari ríkjum heims en í fimm ríkjum; Kiribati, Fiji, Papua Nýju Gíneu, Bangladesh og á Solomon-eyjum, reyndist meira en helmingur kvenna hafa verið beittur ofbeldi af maka að minnsta kosti einu sinni. Claudia García-Moreno, sem leiðir baráttu WHO gegn kynbundnu ofbeldi, segir að niðurstöðurnar ættu að vera vakning fyrir stjórnvöld. Hún segir nauðsynlegt að draga úr fordómum og brjóta niður stoðir kynjamisréttis. Eitt brýnasta verkefni sé að tryggja öryggi stúlkna í skólum. Þá sé mikilvægt að efla fræðslu um heilbrigð sambönd, sem byggja á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Mannréttindi Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Það eru Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem standa að rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar hefur fjórðungur stúlkna á aldrinum 15 til 19 ára verið beittur ofbeldi að minnsta kosti einu sinni. Tíðni ofbeldis gegn konum er hins vegar hæst í aldurshópnum 30 til 39 ára. Ef tölfræði er varðar ofbeldi sem er ekki beitt af hálfu maka er tekin með í reikninginn áætlar WHO að um þriðjungur kvenna 15 ára og eldri muni upplifa líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þetta jafngildir því að 736 til 853 milljónir kvenna séu beittar ofbeldi. Rannsóknin náði til 161 ríkis á tímabilinu 2000 til 2018. Niðurstöður hennar endurspegla því ekki fjölgun í málaflokknum vegna Covid-19. Þá telur WHO að raunveruleg tíðni ofbeldis sé mun hærri en rannsóknin náði til dæmis ekki til ofbeldis og áreitni í netheimum. Tíðni ofbeldis í garð kvenna er meiri í fátækari ríkjum heims en í fimm ríkjum; Kiribati, Fiji, Papua Nýju Gíneu, Bangladesh og á Solomon-eyjum, reyndist meira en helmingur kvenna hafa verið beittur ofbeldi af maka að minnsta kosti einu sinni. Claudia García-Moreno, sem leiðir baráttu WHO gegn kynbundnu ofbeldi, segir að niðurstöðurnar ættu að vera vakning fyrir stjórnvöld. Hún segir nauðsynlegt að draga úr fordómum og brjóta niður stoðir kynjamisréttis. Eitt brýnasta verkefni sé að tryggja öryggi stúlkna í skólum. Þá sé mikilvægt að efla fræðslu um heilbrigð sambönd, sem byggja á jafnrétti og gagnkvæmri virðingu. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Mannréttindi Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira