Keflavík hafnar tillögu um hámarksfjölda erlendra leikmanna Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 15:20 Keflavík er á toppi beggja Dominos-deildanna. Í karlaflokki er liðið með fjóra erlenda leikmenn en einn í kvennaflokki. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið muni ekki styðja tillögu um að ávallt skuli 2-3 Íslendingar vera innan vallar í hvoru liði í körfuboltaleikjum hér á landi. Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - Haukar | Fyrsti heimaleikur KR-inga í efstu deild í fjögur ár Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00
Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31