Hundruð bólusettra barna í Ísrael upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 21:08 Sumir sérfræðingar segja að bólusetningarátakið ætti ekki að miða að hjarðónæmi, heldur að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. epa/Abir Sultan Um 600 ísraelsk börn á aldrinum 12 til 16 ára sem voru bólusett gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer upplifðu engar alvarlegar aukaverkanir. Ungmenni eru almennt ekki bólusett en yfirvöld í landinu hafa mælt með bólusetningu einstaklinga í áhættuhópum. Guardian hefur eftir Boaz Lev, sem fer fyrir bólusetningarátakinu í Ísrael, að jafnvel minniháttar aukaverkanir hafi verið fátíðar meðal ungmenna. Meðal bólusettra voru börn með slímseigjusjúkdóm, sem hefur áhrif á lungun. Bólusetningarnar voru ekki þáttur í rannsókn en Pfizer hefur hafið rannsókn á áhrifum bólusetninga hjá 12 til 15 ára og hyggur á aðra fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Þá hefur Oxford-háskóli tilkynnt að hann hyggist prófa AstraZeneca bóluefnið á börnum niður í 6 ára. Niðurstaða er ekki að vænta fyrr en eftir einhverja mánuði. Meira en helmingur Ísraelsmanna hefur fengið einn skammt af bóluefni og gert er ráð fyrir að um 60 prósent af íbúum landsins verði orðnir fullbólusettir innan nokkurra vikna. Það er það hlutfall sem vísindamenn hafa talað um sem mögulegan upphafspunkt hjarðónæmis. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hefur hins vegar sagt að vegna nýrra og meira smitandi afbrigða SARS-CoV-2 muni hjarðónæmi ef til vill ekki nást fyrr en um 90 prósent samfélagsins eru orðin ónæm. Þetta mun skapa vandamál fyrir ríki á borð við Ísrael, þar sem fjórðungur íbúa er yngri en 16 ára og verður ekki bólusettur að óbreyttu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagðist hins vegar gera ráð fyrir að bóluefni fyrir börn og ungmenni fengju samþykki í apríl eða maí. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ísrael Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Guardian hefur eftir Boaz Lev, sem fer fyrir bólusetningarátakinu í Ísrael, að jafnvel minniháttar aukaverkanir hafi verið fátíðar meðal ungmenna. Meðal bólusettra voru börn með slímseigjusjúkdóm, sem hefur áhrif á lungun. Bólusetningarnar voru ekki þáttur í rannsókn en Pfizer hefur hafið rannsókn á áhrifum bólusetninga hjá 12 til 15 ára og hyggur á aðra fyrir börn á aldrinum 5 til 11 ára. Þá hefur Oxford-háskóli tilkynnt að hann hyggist prófa AstraZeneca bóluefnið á börnum niður í 6 ára. Niðurstaða er ekki að vænta fyrr en eftir einhverja mánuði. Meira en helmingur Ísraelsmanna hefur fengið einn skammt af bóluefni og gert er ráð fyrir að um 60 prósent af íbúum landsins verði orðnir fullbólusettir innan nokkurra vikna. Það er það hlutfall sem vísindamenn hafa talað um sem mögulegan upphafspunkt hjarðónæmis. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hefur hins vegar sagt að vegna nýrra og meira smitandi afbrigða SARS-CoV-2 muni hjarðónæmi ef til vill ekki nást fyrr en um 90 prósent samfélagsins eru orðin ónæm. Þetta mun skapa vandamál fyrir ríki á borð við Ísrael, þar sem fjórðungur íbúa er yngri en 16 ára og verður ekki bólusettur að óbreyttu. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagðist hins vegar gera ráð fyrir að bóluefni fyrir börn og ungmenni fengju samþykki í apríl eða maí. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ísrael Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira