Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. mars 2021 14:47 Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns. Samsett Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá eru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þykja „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. „Hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“ Þorbjörg segir frá því í pistli sínum í dag að fyrir rúmum ellefu árum, árið 2009, hafi hún verið beitt kynferðisofbeldi. Gerandinn hafi verið Bandaríkjamaður, sem hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Hún kærði manninn sem úrskurðaður hafi verið í gæsluvarðhald og síðar í farbann. „Þrír dagar voru í áætluð málslok þegar gerandinn kærði farbannið. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar Þorbjörg. Jón Steinar hafi þá „hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“, þar sem fram hafi komið að ekki væri rökstuddur grunur fyrir hendi um að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. „Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu.“ Lét sig hverfa átta dögum fyrir dómsuppkvaðningu Farbannið hafi þannig verið fellt úr gildi og gerandinn í kjölfarið farið úr landi, rétt áður en dómur var kveðinn upp. „Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan. Eftir því sem ég kemst næst er einnig mjög ólíklegt að nokkuð um dóminn muni birtast á sakaskrá mannsins, sem er háttsettur í bandaríska hernum, en ég hef þó ekki getað fengið skýr svör þess efnis frá utanríkisráðuneytinu né bandaríska sendiráðinu,“ skrifar Þorbjörg. „Ég er ekki að vekja athygli á þessu máli í biturð eða reiði heldur til þess að benda á að kerfið okkar sannarlega virkaði þarna framan af – alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúast að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum.Vísir/vilhelm Hvorki fyrsta né síðasta dæmið Þorbjörg rifjar svo upp í pistli sínum að maðurinn hafi áfrýjað dómnum til Hæstaréttar, sem þyngdi dóminn verulega. „[…] dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána.“ „Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara,“ skrifar Þorbjörg. Þá gagnrýnir hún Áslaugu Örnu fyrir að hafa ráðið Jón Steinar í umrætt verkefni. Þorbjörg telur að með því að velja svo umdeildan mann til starfa verði athyglin öll á honum og tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Mælirinn orðið fullur Þetta er í fyrsta sinn sem Þorbjörg greinir frá kynferðisofbeldinu sem hún var beitt á opinberum vettvangi. „Ég hef svo sem ekki séð beina ástæðu til þess að segja frá þessu fyrr en nú. Auðvitað hefur mér oft verið misboðið, bæði vegna kerfisins og meðferð kynferðisbrotamála. En það má segja að núna hafi mælirinn orðið fullur,“ segir Þorbjörg í samtali við Vísi. Hún kveðst vona að ákvörðunin um ráðningu Jóns Steinars verði endurskoðuð. Áslaug Arna svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúa að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum. Hún nefndi jafnframt að efnahagsbrot væru einkum á meðal þess sem Jóni Steinari yrði falið að skoða. Jón Steinar sagði hins vegar í Reykjavík í síðdegis í gær að verkefnið sem honum hefði verið fengið tæki til allra brotaflokka. Viðtalið við Jón Steinar úr Reykjavík síðdegis má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11. mars 2021 10:14 Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Í fyrradag voru sagðar fréttir af því að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði fengið Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu að umbótum í réttarkerfinu. Ákvörðun ráðherrans hefur vakið hörð viðbrögð og hafa nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigið fram og sagt útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá eru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin snýr í grófum dráttum að því að útspil ráðherrans sé ekki til þess fallið að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð hafa verið upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þykja „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. „Hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“ Þorbjörg segir frá því í pistli sínum í dag að fyrir rúmum ellefu árum, árið 2009, hafi hún verið beitt kynferðisofbeldi. Gerandinn hafi verið Bandaríkjamaður, sem hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Hún kærði manninn sem úrskurðaður hafi verið í gæsluvarðhald og síðar í farbann. „Þrír dagar voru í áætluð málslok þegar gerandinn kærði farbannið. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar Þorbjörg. Jón Steinar hafi þá „hnoðað saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“, þar sem fram hafi komið að ekki væri rökstuddur grunur fyrir hendi um að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök. „Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu.“ Lét sig hverfa átta dögum fyrir dómsuppkvaðningu Farbannið hafi þannig verið fellt úr gildi og gerandinn í kjölfarið farið úr landi, rétt áður en dómur var kveðinn upp. „Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan. Eftir því sem ég kemst næst er einnig mjög ólíklegt að nokkuð um dóminn muni birtast á sakaskrá mannsins, sem er háttsettur í bandaríska hernum, en ég hef þó ekki getað fengið skýr svör þess efnis frá utanríkisráðuneytinu né bandaríska sendiráðinu,“ skrifar Þorbjörg. „Ég er ekki að vekja athygli á þessu máli í biturð eða reiði heldur til þess að benda á að kerfið okkar sannarlega virkaði þarna framan af – alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúast að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum.Vísir/vilhelm Hvorki fyrsta né síðasta dæmið Þorbjörg rifjar svo upp í pistli sínum að maðurinn hafi áfrýjað dómnum til Hæstaréttar, sem þyngdi dóminn verulega. „[…] dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána.“ „Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara,“ skrifar Þorbjörg. Þá gagnrýnir hún Áslaugu Örnu fyrir að hafa ráðið Jón Steinar í umrætt verkefni. Þorbjörg telur að með því að velja svo umdeildan mann til starfa verði athyglin öll á honum og tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Mælirinn orðið fullur Þetta er í fyrsta sinn sem Þorbjörg greinir frá kynferðisofbeldinu sem hún var beitt á opinberum vettvangi. „Ég hef svo sem ekki séð beina ástæðu til þess að segja frá þessu fyrr en nú. Auðvitað hefur mér oft verið misboðið, bæði vegna kerfisins og meðferð kynferðisbrotamála. En það má segja að núna hafi mælirinn orðið fullur,“ segir Þorbjörg í samtali við Vísi. Hún kveðst vona að ákvörðunin um ráðningu Jóns Steinars verði endurskoðuð. Áslaug Arna svaraði Vísi „Nei“, þegar hún var spurð að því í gær hvort störf Jóns Steinars fyrir ráðuneytið myndu snúa að kynferðisbrotum eða heimilisofbeldisbrotum. Hún nefndi jafnframt að efnahagsbrot væru einkum á meðal þess sem Jóni Steinari yrði falið að skoða. Jón Steinar sagði hins vegar í Reykjavík í síðdegis í gær að verkefnið sem honum hefði verið fengið tæki til allra brotaflokka. Viðtalið við Jón Steinar úr Reykjavík síðdegis má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11. mars 2021 10:14 Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01
Hefur mikilvægari hnöppum að hneppa en að munnhöggvast við „hörundsáran flokksgæðing“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“ og tilefni þeirra. Hann vill aukinheldur að fundurinn verði opinn öllum. 11. mars 2021 10:14
Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent