Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2021 23:51 Notendaskilmálar Netflix segja til um að ekki megi deila lykilorðum með aðilum utan heimilis manns. Getty/Jaap Arriens Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum. Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum.
Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira