Netflix skoðar að stöðva dreifingu lykilorða Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2021 23:51 Notendaskilmálar Netflix segja til um að ekki megi deila lykilorðum með aðilum utan heimilis manns. Getty/Jaap Arriens Starfsmenn streymisveitunnar vinsælu, Netflix, leita nú leiða til að koma í veg fyrir að margir aðilar sem búi ekki saman deili lykilorðum sín á milli. Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum. Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Sjá meira
Einn smár hópur notenda vestanhafs hefur fengið upp meldingu við áhorf þar sem fram kemur að ef viðkomandi búi ekki með þeim sem greiði fyrir aðganginn, þurfi hann að fá sér eigin aðgang. Viðkomandi er í kjölfarið boðin ókeypis prufuáskrift. Notendaskilmálar Netflix segja að ekki megi deila lykilorðum út fyrir heimili þess sem borgar fyrir aðganginn. Þetta kemur fram í frétt Washington Post, þar sem segir einnig að í Bandaríkjunum deili margir lykilorðum með vinum, fjölskyldumeðlimum og jafnvel frændum pabba gamalla skólavina. Leiða má líkur að því að það sé sömuleiðis algengt hér á landi. Talsmaður Netflix staðfesti í yfirlýsingu til Washington Post að markmiðið væri að fólk væri ekki að nota lykilorð annarra. Hann vildi ekki svara spurningum um umfang tilraunarinnar sem nefnd er hér að ofan, né hvort tilraunaferlið væri langt komið og fyrirtækið ætlaði að nota þessa tækni. Áhorf á streymisveitur hefur aukist gífurlega á undanförnu ári, samhliða heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar, en fjöldi streymisveita hefur einnig aukist. Óljóst er hvort að það að þvinga fólk til að hætta að nota lykilorð annarra fái viðkomandi til að kaupa sér eigin áskrift eða leiði til þess að þau snúi sér að öðrum streymisveitum. Notendum Netflix hefur fjölgað töluvert í faraldrinum og tilkynnti fyrirtækið að þeir væru fleiri en 200 milljónir í síðasta ársfjórðungsuppgjöri 2020. Það hefur þó hægt á fjölguninni síðustu mánuði, samhliða aukinni samkeppni frá Amazon Prime Video, Disney Plus, Hulu, HBO Max og öðrum veitum.
Netflix Fjölmiðlar Netöryggi Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Sjá meira