Við ræðum einnig við farþega sem var í ferjunni Baldri sem var vélarvana á hafi út í sólarhring. Farþeginn segir segir fólk hafa orðið óttaslegið og lýsir erfðri reynslu.
Sóttvarnalæknir mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum. Hann hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins.
Fréttamaður okkar verður einnig á Hótel Nordica þar sem aðalfundur Icelandair fór fram í dag. Kosið var til stjórnar en margir vildu komast í stjórn. Við segjum frá niðurstöðu þeirrar kosningar.
Og stjórnvöld kynntu í dag fimm milljarða króna pakka til að skapa sjö þúsund tímabundin störf hér á landi. Rætt verður við félagsmálaráðherra og forsætisráðherra um málið.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.