Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 21:36 Ragnar Kristinsson birti í dag bréf til Lindu Pétursdóttur þar sem hann fer yfir það hvernig hann tikki í öll þau box sem Linda vill að mögulegur framtíðarkærasti uppfylli. Vísir Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar. Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar.
Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira