Blús og rokkhátíð á Höfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. mars 2021 12:28 Frá blús og rokkhátíðinni 2020 á Höfn, sem heppnaðist einstaklega vel eins og hún mun væntanlega gera líka um helgina. Aðsend Hornfirðingar sitja ekki með hendur í skauti um helgina því nú stendur yfir á Höfn blús og rokkhátíð þar sem færri komust að en vildu. Blús og rokkhátíð hefur verið haldin á þessum árstíma á Höfn síðan 2013. Nú var mikil óvissa um hátíðina vegna kórónuveirunnar en ákveðið var að halda hátíðina í ár þar sem öllum sóttvarnarreglum er fylgt. Hátíðin fór fram í Pakkhúsinu í gærkvöldi þar sem nokkrar hljómsveitir stigu á svið og svo verður aðal hátíðin í kvöld á Hafinu, sem er stór staður. Bjarni Ólafur Stefánsson er blús og rokkstjóri helgarinnar og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Það eru Prins pólu og Baggalútur, sem ætla að halda upp stuðinu í kvöld og komust því færri að en vildu. Það er alls staðar blús og rokkáhugi. Þetta er auðvitað tónlist allrar tónlistar, þó að auðvitað megi setja spurningarmerki við það hversu mikið blús og rokk er í Baggalút en við höldum allavega uppi stuðinu,“ segir Bjarni kátur í bragði. Bjarni Ólafur segist finna mikla þörf hjá fólki að koma saman og skemmta sér enda seldust miðarnir á hátíðinni á met tíma. „Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Það er orðin uppsöfnuð spenna og það er gaman að segja frá því að síðasta blúshátíð er í raun og veru það síðasta sem gerðist fyrir Covid því það var nánast skellt í lás mánudaginn eftir að við héldum hátíðina. Þannig að það er kannski táknrænt að við náum að halda hátíðina núna þó hún sé örlítið með breyttu sniði og svona í ljósi þess að við séum að sjá fyrir endann á Covid þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta klárast allt saman.“ Mikill blús og rokkáhugi er á Höfn í Hornafirði og í sveitunum í kring að sögn Bjarna Ólafs.Aðsend Hornafjörður Tónlist Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Blús og rokkhátíð hefur verið haldin á þessum árstíma á Höfn síðan 2013. Nú var mikil óvissa um hátíðina vegna kórónuveirunnar en ákveðið var að halda hátíðina í ár þar sem öllum sóttvarnarreglum er fylgt. Hátíðin fór fram í Pakkhúsinu í gærkvöldi þar sem nokkrar hljómsveitir stigu á svið og svo verður aðal hátíðin í kvöld á Hafinu, sem er stór staður. Bjarni Ólafur Stefánsson er blús og rokkstjóri helgarinnar og einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. „Það eru Prins pólu og Baggalútur, sem ætla að halda upp stuðinu í kvöld og komust því færri að en vildu. Það er alls staðar blús og rokkáhugi. Þetta er auðvitað tónlist allrar tónlistar, þó að auðvitað megi setja spurningarmerki við það hversu mikið blús og rokk er í Baggalút en við höldum allavega uppi stuðinu,“ segir Bjarni kátur í bragði. Bjarni Ólafur segist finna mikla þörf hjá fólki að koma saman og skemmta sér enda seldust miðarnir á hátíðinni á met tíma. „Já, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Það er orðin uppsöfnuð spenna og það er gaman að segja frá því að síðasta blúshátíð er í raun og veru það síðasta sem gerðist fyrir Covid því það var nánast skellt í lás mánudaginn eftir að við héldum hátíðina. Þannig að það er kannski táknrænt að við náum að halda hátíðina núna þó hún sé örlítið með breyttu sniði og svona í ljósi þess að við séum að sjá fyrir endann á Covid þó við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta klárast allt saman.“ Mikill blús og rokkáhugi er á Höfn í Hornafirði og í sveitunum í kring að sögn Bjarna Ólafs.Aðsend
Hornafjörður Tónlist Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira