Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 23:00 Það sem Hjalti Þór er að segja við sína menn í hálfleik virðist vera að virka. Ekkert lið Dominos-deildar karla er jafn gott í síðari hálfleik og Keflavík. Vísir/Daniel Thor Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds. „Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
„Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum