„Hraustleg endurnýjun“ á lista Pírata Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 13. mars 2021 20:01 „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða,“ segir Andrés Ingi um niðurstöðu prófkjörs Pírata. Vísir/Vilhelm Prófkjöri Pírata fyrir næstu Alþingiskosningar lauk nú síðdegis. Talsverð endurnýjun verður í flokknum enda hafa þrír af sex þingmönnum hans ákveðið að gefa ekki kost á sér að nýju. Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés. Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Úrslitin úr prófkjöri flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi voru kunngjörð nú síðdegis. Sameiginlegt prófkjör var í Reykjavík og mun endanleg skipting milli norðurs og suðurs liggja fyrir eftir helgi. Í efstu þremur sætunum eru Björn Leví Gunnarsson, Halldórs Mogensen og Andrés Ingi Jónsson, en hann kemur nýr inn í flokkinn eftir að hafa sagt sig úr Vinstri grænum í nóvember í fyrra. Í fjórða sæti er Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, systir Helga Hrafns Gunnarssonar, sem hyggst ekki gefa kost á sér í næstu kosningum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hún var áður í Reykjavík suður en Álfheiður Eymarsdóttir skipar það sæti í dag. Niðurstöður úr öðrum kjördæmum munu liggja fyrir eftir viku. „Fyrir mig persónulega er þetta mjög fín niðurstaða. Ég kem nýr inn í hreyfinguna og fæ þarna góðan stuðning og ég er þakklátur fyrir það en það verður að gera þetta flottur listi heilt á litið. Það eru ný andlit og fólk með reynslu líka og fólk með fjölbreyttan bakgrunn þannig að þetta er mjög flottur listi fyrir kosningarnar í haust,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata í samtali við fréttastofu. Þrír þingmenn af sex hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. „Það verður alveg hraustleg endurnýjun bara af því að það er hálfur þingflokkurinn að hætta. Við sjáum það á niðurstöðunum í dag að fólkið sem kemur í staðinn það á alveg eftir að geta fyllt í þau fótspor,“ segir Andrés.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57 Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Þórhildur Sunna, Álfheiður og Björn Leví í efstu sætum í prófkjöri Pírata Úrslit úr prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi, Suðurkjördæmi og báðum Reykjavíkurkjördæmum liggja nú fyrir. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, alþingismaður flokksins, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, en Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður í Suðurkjördæmi. 13. mars 2021 16:57
Niðurstöður prófkjörs Pírata liggja fyrir í dag Prófkjöri Pírata í öllum kjördæmum nema norðurlandskjördæmunum tveimur fyrir Alþingiskosningarnar í haust lýkur nú síðdegis. Flokkurinn fær nýja oddvita í þremur stórum kjördæmum. 13. mars 2021 10:09
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41