Blóðbaðið í „Búrma“ heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 12:15 Hlúð að mótmælenda sem var skotinn í Yangon í gær. AP Minnst fimm mótmælendur hafa verið felldir af öryggissveitum í Mjanmar, eða Búrma, í dag. Mótmælin gegn herstjórninni sem hefur tekið völdin í landinu hafa haldið áfram þrátt fyrir að tugir mótmælenda hafi verið skotnir til bana um helgina. Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins. Mjanmar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Gærdagurinn var sá blóðugasti frá valdaráni hersins þann 1. febrúar. Í borginni Yangon réðust mótmælendur að kínversk fyrirtæki, því þeir standa í þeirri trú að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda, og var skotið á þá. Þar að auki var skotið á mótmælendur í öðrum borgum og bæjum og segja fjölmiðla ytra að um 50 manns hafi fallið í skothríðinni. Þá voru herlög sett á í Yangon en í kjölfarið hafa þau verið sett á í öðrum borgum einnig. Sjá einnig: Blóðugur dagur í Mjanmar Reuters fréttaveitan hefur eftir vitnum að skotið hafi verið á mótmælendur í bæjunum Myingyan og Aunglan í morgun. Einn viðmælandi fréttaveitunnar frá Myingyan sagði lögregluna hafa skotið stúlku og dreng í höfuðið. AP fréttaveitan segir áætlað að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum frá því mótmælin hófust. Mótmælendur í Mandalay í morgun.AP Lýðræðislega kjörnir leiðtogar í haldi eða felum Eins og áður segir, þá framdi herinn valdarán þann 1. febrúar. Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem Lýðræðisflokkur Aung San Suu Kyi (NLD) vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu og kjörstjórn landsins hefur hafnað því að svindl hafi átt sér stað. Þá hefur herstjórnin heitið því að halda nýjar kosningar en ekki sagt hvenær það verði. Flestir leiðtogar NLD eru annað hvort í haldi hersins eða í felum, innan landamæra Mjanmar og utan. Með því að beita herlögum hefur herstjórnin tekið að sér öll völd í landinu og þá verður hægt að rétta yfir mótmælendum fyrir herdómstólum og jafnvel taka viðkomandi af líki. Lágmarksrefsins fyrir mótmæli fyrir herdómstólum er þriggja ára þrælkunarvinna og sekt, samkvæmt AP sem vitnar í miðla í Mjanmar. Herinn segir að markmiðið sé að tryggja öryggi, frið og réttarríkið. Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður. Ríkið með tvö nöfn Mjanmar gengur í raun undir tveimur nöfnum. Það hét lengi, og er víða enn kallað, Búrma. Árið 1989, eftir að þáverandi herstjórn landsins barði niður hreyfingu mótmælenda sem vildu lýðræðisumbætur, með miklu ofbeldi, breytti herstjórnin nafni landsins í skyndi. Herinn sagði þá að Búrma væri nafn sem tengdist nýlendutíma ríkisins og skildi aðra þjóðflokka landsins útundan. Nafnið Búrma er sama nafn og stærsti þjóðflokkur landsins ber. Heiti ríkisins var ekki breytt í landinu sjálfu. Á burmnesku heitir Mjanmar enn formlega Búrma, samkvæmt samantekt PBS. Á heimsvísu var ákveðin tregða til að notast við Mjanmar en það hefur breyst á undanförnum árum, með aukinni hreyfingu í átt að lýðræði í landinu og minni áhrifum hersins.
Mjanmar Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira