Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 16:35 Klaus Dörr leikhússtjóri hefur nú sagt starfi sínu lausu eftir að fram komu ásakanir á hendur honum um fjölþætta kynferðislega áreitni gagnvart konum í þýsku leikhúsi. Dörr fékk Þorleif Örn til liðs við leikhúsið fyrir tveimur árum. Getty/picture alliance Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum. MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Metoo-hneyksli hafi komið upp innan leikhússgeirans þar í landi. Tíu konur hafa sett fram ásakanir á hendur Klaus Dörr leikhússtjóra Volksbühne og eru þær af ýmsu tagi. Dörr er sagður hafa notfært sér yfirburði í krafti valdastöðu sinnar og sýnt af sér óviðeigandi hegðun af kynferðislegum toga: Sent klámfengin sms-skilaboð, glápt ótæpilega á barm kvenna, sagt ósmekklega brandara af kynferðislegum toga, krafist þess að konur gangi á háhælaskóm, beint síma sínum undir pils kvenna til að taka myndir og mismunað konum með ýmsum hætti. Mikið áfall fyrir leikhúsið Vísir ræddi við Þorleif Örn Arnarson, sem er listrænn stjórnandi við húsið. Hann fékk fyrst fréttir af málinu um helgina og segir því sé óábyrgt að tjá sig um of. Mál af þessum toga séu alvarleg, gríðarlega flókin og samskipti innan húss sem utan séu vandmeðfarin. Þorleifur Örn dregur engan dul á að málið sé mikið áfall fyrir Volksbühne þó einkum sé um að ræða atvik og orð sem féllu áður en Dörr tók við Volksbühne. Þá er þetta ekki síst áfall vegna þess að málið kemur upp eftir metoo-vakninguna; því svo virðist sem menn hafi ekki dregið af þeirri umræðu nauðsynlegan lærdóm. Erfið helgi eftir að ásakanirnar komu fram „Þetta hefur verið þungbær helgi meðan beðið hefur verið eftir ákvörðun leikhússtjórans – enda honum gert það algerlega skýrt að hvorki ég né aðrir listamenn við húsið tækjum neitt annað í mál en sjálfstæða og yfirgripsmikla rannsókn. Hún þyrfti að byggjast á virðingu fyrir upplifun þeirra sem telja sig hafa verið beittar misrétti og ferli sem ver bæði þær, aðra starfsmenn og sé einangrað frá valdastrúktúr hússins,“ segir Þorleifur Örn sem nú er staddur á Íslandi og hefur verið undanfarna mánuði. Þorleifur Örn er í þeirri flóknu stöðu að tilheyra stjórnunarteymi hússins en vera einnig listamaður við það. Þá er Sólveig Arnardóttir leikkona, systir Þorleifs, fastráðin við húsið. Hún er nýfarin aftur til Berlínar frá Íslandi og er því í miðju fellibylsins sem nú fer um þýskt leikhúslíf. Að sögn Þorleifs hefur ekki verið mikil starfsemi þar að undanförnu vegna Covid, það er hvað varðar sýningar en æfingar standa yfir á ýmsum verkefnum.
MeToo Þýskaland Leikhús Tengdar fréttir Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þjóðleikhúsið nælir í Þorleif Örn Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri hefur gert samkomulag við Þjóðleikhúsið um að setja upp eina sýningu í leikhúsinu á hverju leikári næstu árin. 28. febrúar 2020 07:36