Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2025 15:12 Umaro Sissoco Embalo, forseti Gíneau-Bissaú, segist hafa verið handtekinn af hermönnum. AP/Stephane de Sakutin Enn eitt valdaránið hefur verið framið á vesturströnd Afríku. Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist í dag hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni í dag. Tveir æðstu herforingjar landsins og innanríkisráðherra munu einnig hafa verið handteknir en skothríð heyrðist í Bissaú, höfuðborginni, fyrr í dag. Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05. Gínea-Bissaú Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05.
Gínea-Bissaú Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira