Brugðist fólkinu sem hafi byggt upp íslenskt samfélag Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 00:07 Valgerður Árnadóttir segir margt mega betur fara þegar kemur að þjónustu við eldri borgara. Aðsend Dóttir aldraðs manns með heilabilun segir kerfið hafa brugðist honum og gagnrýnir það fyrir taka ekki betur mið af þörfum sjúklinga. 79 ára faðir hennar hefur glímt við mikil veikindi frá haustinu 2019 og hefur hún beðið í eitt og hálft ár eftir því að hann fái hvíldarinnlögn eða pláss á hjúkrunarheimili. Þegar honum bauðst loks fjögurra vikna hvíldarinnlögn á Hrafnistu þurfti hún að velja á milli þess að hafa hann áfram í dagdvöl þar sem honum leið vel eða þiggja boðið svo hún gæti fengið nauðsynlega hvíld frá umönnunarstörfum. Þrisvar fengið synjun frá færni- og heilsumatsnefnd „Kerfið er að bregðast fólki sem er orðið veikt og gamalt,“ segir Valgerður Árnadóttir í samtali við Vísi. Faðir hennar er með alvarlegan kransæðasjúkdóm og fær reglulega hjartaáföll, auk þess að vera með heilabilun og slæma hreyfigetu. „Á síðustu átján mánuðum þá hefur hann ítrekað verið á spítala í langan tíma. Svo er hann alltaf sendur heim og maður er látinn binda vonir við að næsta færnimat fari í gegn því hann er orðinn það veikur en svo gerist það ekki.“ Þar vísar hún til mælikvarða færni- og heilsumatsnefndar sem hafa áhrif á það hvort hann fái varanlegt pláss á hjúkrunarheimili. Faðir Valgerðar getur ekki bæði nýtt dagdvöl og hvíldarinnlögn á Hrafnistu.Vísir/Vilhelm Valgerður segir að nefndin hafi nú þrisvar sinnum synjað beiðni um að setja föður hennar á biðlista fyrir hjúkrunarrými og býr hann því enn heima hjá sér. Þar fái hann innlit frá starfsfólki félagsþjónustunnar tvisvar á dag sem gefi honum lyf og sjái svo um þrif á tveggja vikna fresti. „Það er bara ekki nóg, sérstaklega ekki þegar Covid stóð sem hæst og engin önnur þjónusta var í boði. Þá var hann bara einn heima alla daga vikunnar.“ Valgerður telur að áðurnefnd minnis- og færnipróf gefi skakka mynd af raunverulegri stöðu föður síns. „Ég skildi ekki hvernig hann gat fengið 26 af 30 svörum rétt á minnisprófi sama dag og hann hringdi þrisvar í mig því hann man ekki að buxurnar eru geymdar í fataskápnum.“ „Hann skoraði líka ótrúlega hátt í sjálfsbjargar- og færniprófi þótt hann geti varla gengið eða sinnt sér almennilega. Hann getur ekki þrifið, eldað mat eða skipt um rúmföt og hefur ekki vit á því að fá sér að borða nema honum sé sagt að gera það.“ Ekki hægt að færa hann milli hæða Faðir Valgerðar byrjaði sína fyrstu hvíldarinnlögn á Hrafnistu á föstudag, nokkrum dögum eftir að hann lauk tveggja vikna dvöl á hjartadeild Landspítalans vegna hjartaáfalls. Fram að því hafði hann verið í dagdvöl fyrir heilabilaða frá klukkan 9 til 15 á virkum dögum en nú þegar hann er kominn með pláss í hvíldarinnlögn getur hann ekki nýtt hitt úrræðið samhliða því, líkt og áður segir. „Hann er alveg brjálaður að mega ekki fara þangað sem hann er vanur að fara og vill núna fara heim, skiljanlega. Kerfið nefnilega segir nei, það má bara nýta sér eitt úrræði í einu og núna á hann að vera lokaður inni á 4. hæð. Það er ekki einu sinni mannskapur til að fara með hann út af deildinni í fallega mötuneytið á 1. hæð sem honum líkar vel,“ segir Valgerður í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vakti fyrst athygli á stöðu mála. Nú þurfi hún því að velja á milli þess að láta hann vera í hvíldarinnlögn gegn eigin vilja til að auka líkurnar á því að hann fái pláss á hjúkrunarheimili í framhaldinu eða flytja hann aftur heim svo hann geti sótt dagdvöl og sjá um leið áfram um allar hans þarfir. „Og þurfa að hafa stöðugar áhyggjur að hann detti eða fái hjartaáfall og enginn viti af því.“ Bauðst til að greiða fyrir dagdvölina úr eigin vasa „Þetta eru svo mikil vonbrigði þegar maður er búin að bíða svona lengi eftir því að fá eitthvað úrræði í eitt og hálft ár og svo þegar það kemur þá er tekið af honum eitthvað annað sem hann var sáttur við,“ segir Valgerður. „Ég meina hann er bara í sama húsi og hitt úrræðið, hann er á hæðinni fyrir ofan. Þetta er sama stofnun og það er auðvitað ekkert mál að fara eina hæð fyrir neðan í úrræði yfir daginn en það er bara eitthvað kerfi sem segir nei.“ Valgerður íhugar að senda formlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins vegna málsins.Vísir/vilhelm Valgerður segir að deildarstjóri á Hrafnistu hafi tjáð henni að þetta væri alls ekkert einsdæmi og margoft hafi verið reynt að fá það í gegn að leyfa fólki sem er vant því að vera í dagþjálfun að vera þar áfram á meðan það er í hvíldarinnlögn. Það stoppi á Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneytinu þó margoft sé búið að leggja til hægt verði að blanda saman úrræðuð. Valgerður hefur jafnvel boðist til að greiða fyrir dagdvölina úr eigin vasa án aðkomu Sjúkratrygginga í von um að það leysi þráteflið en það stendur ekki heldur til boða. Hún íhugar nú að senda formlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Þrátt fyrir allt saman segist Valgerður hafa hitt mjög mikið af góðu fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustunni sem sé til í að reyna gera allt fyrir föður sinn. „Það er að reyna að hjálpa en svo lendir það alltaf á einhverjum veggjum. Við erum kannski búin að ræða eitthvað úrræði en á endanum þarf ég alltaf að velja hvað á að taka í staðinn.“ Undir gífurlegu álagi „Þegar maður er eini aðstandandinn þá verður þetta stanslaust og gífurlegt álag vegna þess að maður er að sjá um allt sem út af stendur,“ segir Valgerður. Hún sjái ein um allt sem við komi heilsu og velferð föður síns, hvort sem það er að koma honum til lækna eða í úrræði, versla inn, sjá um þvottinn, aðstoða hann í daglegu amstri eða hafa samskipti við alla aðila sem koma að heilbrigðisþjónustu hans. „Ég er að bugast af álagi og mér finnst sárt að sjá hvað kerfið er stórgallað og hvað kerfin tala illa saman.“ Faðir Valgerðar hefur reglulega verið lagður inn á Landspítalann. vísir/vilhelm Margir í sömu stöðu „Í samfélaginu sem við búum í erum við flestöll í fullri vinnu og með fjölskyldu og svo bætist við þetta aukaálag að hugsa um foreldra okkar, svo þetta er ekkert auðvelt. Ef fólk fer í kulnun þá er það enginn sparnaður fyrir kerfið. Fyrir utan það að fólk eins og pabbi er búið að borga sína skatta alla ævi, byggja upp þetta samfélag og svo á endanum þá bregst samfélagið þeim að vissu leyti.“ Valgerður segir að eftir að hún hafi deilt reynslu sinni á Facebook fyrr í dag hafi margir aðstandendur sett sig í samband við hana og deilt svipaðri reynslu af kerfinu. Þá hafi hún séð álíka frásagnir í sérstökum Facebook-hópi fyrir aðstandendur aldraðra. „Ein kona, sem var líka eini aðstandandi föður síns, sagði mér að hann hafi ekki fengið pláss á hjúkrunarheimili fyrr en hún var sjálf komin á kvíða- og þunglyndislyf vegna álags eftir að hafa hugsað um hann. Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Þegar honum bauðst loks fjögurra vikna hvíldarinnlögn á Hrafnistu þurfti hún að velja á milli þess að hafa hann áfram í dagdvöl þar sem honum leið vel eða þiggja boðið svo hún gæti fengið nauðsynlega hvíld frá umönnunarstörfum. Þrisvar fengið synjun frá færni- og heilsumatsnefnd „Kerfið er að bregðast fólki sem er orðið veikt og gamalt,“ segir Valgerður Árnadóttir í samtali við Vísi. Faðir hennar er með alvarlegan kransæðasjúkdóm og fær reglulega hjartaáföll, auk þess að vera með heilabilun og slæma hreyfigetu. „Á síðustu átján mánuðum þá hefur hann ítrekað verið á spítala í langan tíma. Svo er hann alltaf sendur heim og maður er látinn binda vonir við að næsta færnimat fari í gegn því hann er orðinn það veikur en svo gerist það ekki.“ Þar vísar hún til mælikvarða færni- og heilsumatsnefndar sem hafa áhrif á það hvort hann fái varanlegt pláss á hjúkrunarheimili. Faðir Valgerðar getur ekki bæði nýtt dagdvöl og hvíldarinnlögn á Hrafnistu.Vísir/Vilhelm Valgerður segir að nefndin hafi nú þrisvar sinnum synjað beiðni um að setja föður hennar á biðlista fyrir hjúkrunarrými og býr hann því enn heima hjá sér. Þar fái hann innlit frá starfsfólki félagsþjónustunnar tvisvar á dag sem gefi honum lyf og sjái svo um þrif á tveggja vikna fresti. „Það er bara ekki nóg, sérstaklega ekki þegar Covid stóð sem hæst og engin önnur þjónusta var í boði. Þá var hann bara einn heima alla daga vikunnar.“ Valgerður telur að áðurnefnd minnis- og færnipróf gefi skakka mynd af raunverulegri stöðu föður síns. „Ég skildi ekki hvernig hann gat fengið 26 af 30 svörum rétt á minnisprófi sama dag og hann hringdi þrisvar í mig því hann man ekki að buxurnar eru geymdar í fataskápnum.“ „Hann skoraði líka ótrúlega hátt í sjálfsbjargar- og færniprófi þótt hann geti varla gengið eða sinnt sér almennilega. Hann getur ekki þrifið, eldað mat eða skipt um rúmföt og hefur ekki vit á því að fá sér að borða nema honum sé sagt að gera það.“ Ekki hægt að færa hann milli hæða Faðir Valgerðar byrjaði sína fyrstu hvíldarinnlögn á Hrafnistu á föstudag, nokkrum dögum eftir að hann lauk tveggja vikna dvöl á hjartadeild Landspítalans vegna hjartaáfalls. Fram að því hafði hann verið í dagdvöl fyrir heilabilaða frá klukkan 9 til 15 á virkum dögum en nú þegar hann er kominn með pláss í hvíldarinnlögn getur hann ekki nýtt hitt úrræðið samhliða því, líkt og áður segir. „Hann er alveg brjálaður að mega ekki fara þangað sem hann er vanur að fara og vill núna fara heim, skiljanlega. Kerfið nefnilega segir nei, það má bara nýta sér eitt úrræði í einu og núna á hann að vera lokaður inni á 4. hæð. Það er ekki einu sinni mannskapur til að fara með hann út af deildinni í fallega mötuneytið á 1. hæð sem honum líkar vel,“ segir Valgerður í færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vakti fyrst athygli á stöðu mála. Nú þurfi hún því að velja á milli þess að láta hann vera í hvíldarinnlögn gegn eigin vilja til að auka líkurnar á því að hann fái pláss á hjúkrunarheimili í framhaldinu eða flytja hann aftur heim svo hann geti sótt dagdvöl og sjá um leið áfram um allar hans þarfir. „Og þurfa að hafa stöðugar áhyggjur að hann detti eða fái hjartaáfall og enginn viti af því.“ Bauðst til að greiða fyrir dagdvölina úr eigin vasa „Þetta eru svo mikil vonbrigði þegar maður er búin að bíða svona lengi eftir því að fá eitthvað úrræði í eitt og hálft ár og svo þegar það kemur þá er tekið af honum eitthvað annað sem hann var sáttur við,“ segir Valgerður. „Ég meina hann er bara í sama húsi og hitt úrræðið, hann er á hæðinni fyrir ofan. Þetta er sama stofnun og það er auðvitað ekkert mál að fara eina hæð fyrir neðan í úrræði yfir daginn en það er bara eitthvað kerfi sem segir nei.“ Valgerður íhugar að senda formlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins vegna málsins.Vísir/vilhelm Valgerður segir að deildarstjóri á Hrafnistu hafi tjáð henni að þetta væri alls ekkert einsdæmi og margoft hafi verið reynt að fá það í gegn að leyfa fólki sem er vant því að vera í dagþjálfun að vera þar áfram á meðan það er í hvíldarinnlögn. Það stoppi á Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneytinu þó margoft sé búið að leggja til hægt verði að blanda saman úrræðuð. Valgerður hefur jafnvel boðist til að greiða fyrir dagdvölina úr eigin vasa án aðkomu Sjúkratrygginga í von um að það leysi þráteflið en það stendur ekki heldur til boða. Hún íhugar nú að senda formlegt erindi til heilbrigðisráðuneytisins og Umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Þrátt fyrir allt saman segist Valgerður hafa hitt mjög mikið af góðu fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustunni sem sé til í að reyna gera allt fyrir föður sinn. „Það er að reyna að hjálpa en svo lendir það alltaf á einhverjum veggjum. Við erum kannski búin að ræða eitthvað úrræði en á endanum þarf ég alltaf að velja hvað á að taka í staðinn.“ Undir gífurlegu álagi „Þegar maður er eini aðstandandinn þá verður þetta stanslaust og gífurlegt álag vegna þess að maður er að sjá um allt sem út af stendur,“ segir Valgerður. Hún sjái ein um allt sem við komi heilsu og velferð föður síns, hvort sem það er að koma honum til lækna eða í úrræði, versla inn, sjá um þvottinn, aðstoða hann í daglegu amstri eða hafa samskipti við alla aðila sem koma að heilbrigðisþjónustu hans. „Ég er að bugast af álagi og mér finnst sárt að sjá hvað kerfið er stórgallað og hvað kerfin tala illa saman.“ Faðir Valgerðar hefur reglulega verið lagður inn á Landspítalann. vísir/vilhelm Margir í sömu stöðu „Í samfélaginu sem við búum í erum við flestöll í fullri vinnu og með fjölskyldu og svo bætist við þetta aukaálag að hugsa um foreldra okkar, svo þetta er ekkert auðvelt. Ef fólk fer í kulnun þá er það enginn sparnaður fyrir kerfið. Fyrir utan það að fólk eins og pabbi er búið að borga sína skatta alla ævi, byggja upp þetta samfélag og svo á endanum þá bregst samfélagið þeim að vissu leyti.“ Valgerður segir að eftir að hún hafi deilt reynslu sinni á Facebook fyrr í dag hafi margir aðstandendur sett sig í samband við hana og deilt svipaðri reynslu af kerfinu. Þá hafi hún séð álíka frásagnir í sérstökum Facebook-hópi fyrir aðstandendur aldraðra. „Ein kona, sem var líka eini aðstandandi föður síns, sagði mér að hann hafi ekki fengið pláss á hjúkrunarheimili fyrr en hún var sjálf komin á kvíða- og þunglyndislyf vegna álags eftir að hafa hugsað um hann. Ég vona að það þurfi ekki að koma til þess.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent