Dramatískt faðmlag í lok æfingarinnar hjá Anníe Mist: Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér. Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 09:10 Anníe Mist Þórisdóttir hefur hafið keppni í CrossFit á ný en fyrsti hlutinn á The Open kallaði ekki síst á miklar tilfinningar. Instgram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir var létt eftir að hafa lokið keppni í fyrsta hluta The Open en hún hefur með því formlega byrjað aftur í CrossFit íþróttinni eftir barnsburðarleyfi. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir fór ekki auðveldlega í gegnum fyrsta hluta The Open en sýndi mikinn vilja með að komast í gegnum æfinguna og mikið hugrekki að sýna öllum heiminum hana líka. Anníe Mist gerði æfinguna á sunnudaginn og setti myndband af sér gera hana á Instagram í gær. Þetta voru mikil átök fyrir Anníe enda allt annað en auðveld æfing. „Úff. 21.1 búinn að ég verð að viðurkenna að því fylgir léttir,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram síðu sína. Í lok æfingarinnar má sjá hana faðma manninn sinn Frederik Ægidius eftir að allt er yfirstaðið og það er mjög áhrifamikil og dramatísk stund. „Það var bara tvennt sem ég óskaði mér að kæmi ekki en það voru mörg hopp og það voru tær upp í slá. Þá komu 500 sippuhopp,“ skrifaði Anníe. „Ég veit að ég hefði getað pínt mig meira en markmiðið mitt er að ná mér almennilega svo ég geti verið hundrað prósent þegar ég þarf á því að halda. Ég hélt mig við að gera 10-15 hopp í einu allan tímann. Mér tókst að komast inn í hlutann með 210 hoppum og það þýðir meira sipp í einum rykk en samanlagt á síðustu fimmtán mánuðum. Það sem er þó meira spennandi fyrir mig er að mér líður vel og þessu fylgdi enginn afturkippur hjá mér,“ skrifaði Anníe. „Ég er svo stolt af því sem ég lagði í þetta þó að ég viti að ég endi hvergi nærri toppnum,“ skrifaði Anníe og hélt áfram að hverja fylgjendur sína. „Verið stolt af viðleitninni en ekki útkomunni,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja Davíðsdóttir var ein af þeim sem sendi sinni konu kveðju: „Ég. Er. Svo. Stolt. Af. Þér,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum við færslu Anníe. Það má sjá myndbandið í færslu Anníe hér fyrir neðan en þetta eru þrjú mismunandi en stutt myndbönd sem segja söguna og hægt er að fletta yfir á það næsta. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira