Staða kirkjunnar fest rækilega í sessi Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2021 11:11 Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju í afstöðu sinni til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Því ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar sé ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu, ef marka má Björn Leví. Björn Leví Gunnarsson segir ný heildarlög dómsmálaráðherra færa kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. „Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis. Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Í staðinn fyrir að vinna að aðskilnaði, þá ný heildarlög um hlutverk kirkjunnar?! Það er ekki aðskilnaður samkvæmt neinni skilgreiningu,“ segir Björn Leví þingmaður Pírata um nýtt frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Stundin greindi í morgun frá efni og innihaldi frumvarpsins sem samið er af nefnd á vegum kirkjuþings í samvinnu við ráðuneytið. Áslaug Arna virðist hafa tekið U-beygju frá fyrirætlunum um að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Árlega fái kirkjan 2,7 milljarða króna gagngreiðslu til ársins 2034. Úr sér gengin lagaákvæði „Þetta er enginn aðskilnaður ríkis og kirkju - og rányrkja á mínu þingmáli,“ segir Björn Leví og bendir á frumvarp sem Píratar lögðu fram nýverið um brottfall og breytingu á ýmsum (fornfálegum) lögum og ákvæðum um presta og trúafélög. Meðal þess sem Píratar vildu fella brott í sínu frumvarpi, og Björn talar um sem rányrkju, eru ákvæði sem þingheimur hefur hingað til ekki viljað hrófla við og standa en fara nú, svo sem: „Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting í hans skírnarnáð, 13. janúar 1736“, „Konungsbréf (til biskupanna) um confirmation, 29. maí 1744“, „Tilskipun um húsvitjanir, 27. maí 1746“, „Tilskipun um fardaga presta á Íslandi og um réttindi þau, er prestur sá, sem frá brauði fer, eður erfingjar hans og einkum ekkjan eiga heimting á, 6. janúar 1847“. Og: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Verið að festa stöðu kirkjunnar rækilega í sessi Spurður hvað þetta segi um ríkisstjórnarsamstarfið og stöðu Áslaugar Örnu, að hún sé nú að bakka með þá stefnu sína að stefna beri að aðskilnaði segir Björn Leví að frumvarpið uppfylli í engu orð um aðskilnað eins og sagt var að nýi samningurinn milli ríkis og kirkju ætti að gera, þvert á móti. „Hérna er verið að gera þetta mjög skýrt að tilgangur kirkjunnar er settur á þingi, með lögum og að því fylgi svo fullt af fjármagni; „auka sjálfstæði þjóðkirkjunnar í málefnum sínum og fjármálum“. Þetta þýðir að kirkjan fær meiri yfirráð yfir skattfé. Ekkert um að því fé fylgi sömu skilyrði og á að fylgja opinberri fjármögnun. Sjálfstæði án ábyrgðar og samningur gerður lengur en lög leyfa.“ Björn Leví segir að með þessu sé verið að festa kirkjuna og stöðu hennar rækilega í sessi langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Uppfært 12:00 Í upprunalegri útgáfu segir að í nýjum lögum hafi láðst að uppfæra lög um: „Bréf kansellíisins um tilhögun á kirkjuhurðum, 28. október 1828“. Sú grein fellur úr gildi við gildistöku nýrra laga. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fréttin hefur verið uppfærð að teknu tilliti til ábendingar þess efnis.
Þjóðkirkjan Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent