JTBC Entertainment birti myndbandið á Youtube í síðasta mánuði en það er nú í hraðri dreifingu á samfélagsmiðlum hér á landi. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið verið skoðað meira en 140 þúsund sinnum.
Söngvararnir ná íslenska hluta lagsins einstaklega vel eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan. Einhverjir áhorfendur syngja með svo ljóst er að lagið hefur fengið einhverja spilun í Kóreu. Í gær var tilkynnt að Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár, í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Það þykir því líklegt að lagið veki enn frekari athygli á næstunni víða um heiminn.
Savan Kotecha, Rickard Göransson og Fat Max Gsus eru höfundar lagsins Húsavík. Sænska Molly Sandén syngur lagið í myndinni fyrir persónu Rachel McAdams, Sigrit Ericksdóttir. Útgáfu kvartettsins frá Kóreu má heyra hér fyrir neðan.