Barn á eftir bolta fær bætur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 17:56 Drengurinn var í leit að bolta þegar hann fór inn á byggingarsvæðið, sem var skammt frá sparkvelli við grunnskóla. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu. Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira
Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu.
Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Sjá meira