Lífið

Missti sjónina tíma­bundið eftir of stóran skammt 2018

Atli Ísleifsson skrifar
Demi Lovato flutti þjóðsöng Bandaríkjanna á Ofurskálinni 2020.
Demi Lovato flutti þjóðsöng Bandaríkjanna á Ofurskálinni 2020. epa

Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag.

Lovato segir frá þessu í viðtali við New York Times. „Það var áhugavert hvað maður var fljótur að aðlaga sig. Ég var ekki í því að vorkenna sjálfri mér. Ég hugsaði bara: Hvernig getum við leyst þetta?“

Fjölmiðlar fjölluðu mikið um glímu Lovato við fíkniefni eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í júlí 2018 eftir að hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu vegna ofneyslu. Aðstoðarmaður Lovato hefur lýst því hvernig hann taldi söngkonuna látna þegar hann kom að henni, en lífvörður Lovato veitti henni fyrstu hjálp áður en sjúkrabíll kom á vettvang.

New York Times segir frá því að það hafi fyrst verið í nóvember 2018, eftir þriggja mánaða endurhæfingu, sem Lovato varð útskrifuð.

Ný fjögurra þátta þáttaröð, Dancing With the Devil, verður frumsýnd á YouTube á þriðjudaginn í næstu viku þar sem Lovato segir frá reynslunni 2018 og eftirmála hennar. New York Times segir frá því fíkniefnasali Lovato hafi brotið á henni kynferðislega og svo skilið hana eftir til að deyja.

Lovato hefur verið ein talskvenna herferðarinnar Be Vocal, Speak Up sem ætlað er að opna umræðuna um geðheilbrigði og fíkn. Sömuleiðis hefur hún lagt áherslu á að ekki skuli varpa einhverjum dýrðarljóma á fíkniefnamisnotkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.