McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 10:27 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varaði Demókrata í gær við því að Repúblikanar myndu skilja eftir sig sviðna jörð ef reglan um aukin meirihluta verði felld niður. Joe Biden, forseti, segist styðja að breyta reglunni til fyrra horfs. Margir meðal Demókrata vilja fella regluna niður til að koma áherslumálum flokksins í gegnum öldungadeildina og til þess að reyna að stöðva tilraunir Repúblikana til að gera fólki erfiðara að kjósa. Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins hafa þó lýst því yfir að þeir vilji ekki fella regluna niður, sama hvað. Hvor flokkur stýrir fimmtíu þingsætum deildarinnar og Kamala Harris, varaforseti, stjórnar úrslitatkvæðinu svokallaða. Vegna reglunnar um aukinn meirihluta kemur þó sjaldan til þess að varaforseti þurfi að beita úrslitaatkvæði sínu. Reglan segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forseti, sagði í gær að hann væri stuðningsmaður þess að færa filubuster-regluna til fyrra horfs, á þann veg að þingmenn yrðu að halda langar ræður til að geta stöðvað störf þingsins. EXCLUSIVE: @GStephanopoulos: "You're for bringing back the talking filibuster?"Pres. Biden: "I am. That's what it was supposed to be...Democracy's having a hard time functioning." https://t.co/DeGk3soQJ4 pic.twitter.com/mS63KN3pYt— ABC News (@ABC) March 17, 2021 Repúblikanar hafa þó varað við því að Demókratar hafi afskipti af reglunni. Það gerði McConnell aftur í gær og var hann ómyrkur í máli. Eins og hundrað bíla árekstur Í ræðu á þinginu í gær varaði McConnell samstarfsmenn sína við því að öldungadeildin yrði ekki starfhæf ef reglan yrði felld niður. Repúblikanar myndu beita öllum brögðum sem þeir gætu til að tefja störf deildarinnar og skilja eftir sig sviðna jörð. „Svo ég sé skýr fyrir alla 99 samstarfsmenn mína: Enginn í þessari þingdeild getur einu sinni ímyndað sér hvernig öldungadeildin myndi líta út,“ sagði hann, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann bætti því við að þrátefli sem hefði einkennt deildina undanfarin ár, væri tittlingaskítur miðað við hvernig ástandið yrði. McConnell sagði einnig að öldungadeildin yrði eins og hundrað bíla bílslys. Hann varaði líka við því að næst þegar Repúblikanar ná völdum myndu þeir nota tækifærið til að koma á áherslumálum sínum. Nefndi hann í því samhengi að draga úr réttindum kvenna til þungunarrofs, draga úr áhrifum verkalýðsfélaga, gera innflytjendum erfiðara um vik að setjast að í Bandaríkjunum og að fella niður reglur varðandi byssueign. Hér má sjá ræðu McConnell í heild sinni. Margir Demókrata líta á það sem nauðsyn að fella niður regluna um aukin meirihluta. Það sé eina leiðin til að samþykkja lagafrumvarp til að verja rétt fólk til að kjósa, þar sem Repúblikanar í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að kjósa. Frumvarp Demókrata hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeildinni. Þá hafa Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna lagt fram fleiri en 250 frumvörp sem mörg hver byggja á ósannindum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og stuðningsmanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Eins og fram kemur í frétt Politico felst málflutningur þeirra Demókrata sem vilja losna við regluna um aukin meirihluta í grunninn í sér að annað hvort geri Demókratar það og samþykki ný kosningalög, eða þeir sætti sig við að Repúblikanar geri svörtum og brúnum kjósendum, kjósendum sem komu Biden í Hvíta húsið, erfiðara að kjósa Breytingar sem Repúblikanar vilja koma á feli margar hverjar í sér að erfiðara yrði fyrir þeldökkt fólk að kjósa eða kjördæmum yrði breytt með því markmiði að draga úr vægi atkvæða þeirra. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Baracks Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. 16. mars 2021 09:33 Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48 Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. 12. mars 2021 16:55 1,9 billjóna aðgerðapakki Bidens gerður að lögum Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lög um eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. 11. mars 2021 23:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Margir meðal Demókrata vilja fella regluna niður til að koma áherslumálum flokksins í gegnum öldungadeildina og til þess að reyna að stöðva tilraunir Repúblikana til að gera fólki erfiðara að kjósa. Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins hafa þó lýst því yfir að þeir vilji ekki fella regluna niður, sama hvað. Hvor flokkur stýrir fimmtíu þingsætum deildarinnar og Kamala Harris, varaforseti, stjórnar úrslitatkvæðinu svokallaða. Vegna reglunnar um aukinn meirihluta kemur þó sjaldan til þess að varaforseti þurfi að beita úrslitaatkvæði sínu. Reglan segja til um að þörf sé á 60 atkvæðum af hundrað fyrir flest frumvörp en Á ensku kallast þessi regla „filibuster“. Hún felur í raun í sér að hvaða þingmaður sem er getur tafið störf þingsins, nema minnst 60 þingmenn greiði atkvæði gegn því. Á árum áður þurftu þingmenn að standa í pontu og halda ræður til að stöðva störf þingsins en því var breytt á þá leið að þingmenn þyrftu bara að lýsa því yfir að þeir ætluðu að tefja störf þingsins og ekki standa í pontu. Það þarf þó einungis 51 atkvæði til að fella regluna niður. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Carolyn Kaster Joe Biden, forseti, sagði í gær að hann væri stuðningsmaður þess að færa filubuster-regluna til fyrra horfs, á þann veg að þingmenn yrðu að halda langar ræður til að geta stöðvað störf þingsins. EXCLUSIVE: @GStephanopoulos: "You're for bringing back the talking filibuster?"Pres. Biden: "I am. That's what it was supposed to be...Democracy's having a hard time functioning." https://t.co/DeGk3soQJ4 pic.twitter.com/mS63KN3pYt— ABC News (@ABC) March 17, 2021 Repúblikanar hafa þó varað við því að Demókratar hafi afskipti af reglunni. Það gerði McConnell aftur í gær og var hann ómyrkur í máli. Eins og hundrað bíla árekstur Í ræðu á þinginu í gær varaði McConnell samstarfsmenn sína við því að öldungadeildin yrði ekki starfhæf ef reglan yrði felld niður. Repúblikanar myndu beita öllum brögðum sem þeir gætu til að tefja störf deildarinnar og skilja eftir sig sviðna jörð. „Svo ég sé skýr fyrir alla 99 samstarfsmenn mína: Enginn í þessari þingdeild getur einu sinni ímyndað sér hvernig öldungadeildin myndi líta út,“ sagði hann, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann bætti því við að þrátefli sem hefði einkennt deildina undanfarin ár, væri tittlingaskítur miðað við hvernig ástandið yrði. McConnell sagði einnig að öldungadeildin yrði eins og hundrað bíla bílslys. Hann varaði líka við því að næst þegar Repúblikanar ná völdum myndu þeir nota tækifærið til að koma á áherslumálum sínum. Nefndi hann í því samhengi að draga úr réttindum kvenna til þungunarrofs, draga úr áhrifum verkalýðsfélaga, gera innflytjendum erfiðara um vik að setjast að í Bandaríkjunum og að fella niður reglur varðandi byssueign. Hér má sjá ræðu McConnell í heild sinni. Margir Demókrata líta á það sem nauðsyn að fella niður regluna um aukin meirihluta. Það sé eina leiðin til að samþykkja lagafrumvarp til að verja rétt fólk til að kjósa, þar sem Repúblikanar í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að kjósa. Frumvarp Demókrata hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeildinni. Þá hafa Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna lagt fram fleiri en 250 frumvörp sem mörg hver byggja á ósannindum Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og stuðningsmanna hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Eins og fram kemur í frétt Politico felst málflutningur þeirra Demókrata sem vilja losna við regluna um aukin meirihluta í grunninn í sér að annað hvort geri Demókratar það og samþykki ný kosningalög, eða þeir sætti sig við að Repúblikanar geri svörtum og brúnum kjósendum, kjósendum sem komu Biden í Hvíta húsið, erfiðara að kjósa Breytingar sem Repúblikanar vilja koma á feli margar hverjar í sér að erfiðara yrði fyrir þeldökkt fólk að kjósa eða kjördæmum yrði breytt með því markmiði að draga úr vægi atkvæða þeirra. Demókratar felldu regluna niður tímabundið þegar Repúblikanar stóðu í vegi margra sem Baracks Obama hafði tilnefnt til fjölmargra opinberra embætta og Repúblikanar felldu niður regluna varðandi tilnefningu hæstaréttardómara í forsetatíð Trumps.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. 16. mars 2021 09:33 Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48 Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. 12. mars 2021 16:55 1,9 billjóna aðgerðapakki Bidens gerður að lögum Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lög um eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. 11. mars 2021 23:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25
Fyrsti ráðherra Bandaríkjanna af frumbyggjaættum Bandarískir öldungadeildarþingmenn staðfestu í gærkvöldi tilnefningu þingkonunnar Deb Haaland í embætti innanríkisráðherra. Þar með varð hún fyrsti fumbygginn sem verður ráðherra í sögu Bandaríkjanna. 16. mars 2021 09:33
Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. 15. mars 2021 15:48
Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“ Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár. 12. mars 2021 16:55
1,9 billjóna aðgerðapakki Bidens gerður að lögum Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lög um eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. 11. mars 2021 23:30