Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 11:01 Kolaorkuver í Nottinghamskíri á Englandi. Menn hafa dælt milljörðum tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn frá því að iðnbyltingin hófst. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til. Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Stórfelldur bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti, kolum, olíu og gasi, frá því að iðnbyltingin hófst á 18. öld hefur losað fleiri milljarða tonna af gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi út í andrúmsloft jarðar. Þessi hraðvaxandi styrkur koltvísýrings veldur hlýnun við yfirborð jarðar, hlýnun sem gæti náð allt frá tveimur til fimm gráðum á þessari öld. Nýlegar mælingar á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí í Kyrrahafi sýndu styrk koltvísýrings upp á 417 hluta af milljón (ppm) nokkra daga í febrúar og mars. Það er um helmingi meiri styrkur en meðaltal áranna 1750 til 1800. Veðurvitni eins og ískjarnar benda til þess að þá hafi styrkurinn verið um 278 ppm að meðaltali. Richard Betts, yfirmaður loftslagsáhrifarannsókna við Hadley-miðstöð bresku veðurstofunnar og prófessor við Háskólann í Exeter, segir nú sé svo komið að árið í ár verði líklega það fyrsta í sögunni þar sem styrkur koltvísýrings er helmingi meiri en fyrir iðnbyltingu lengur en í nokkra daga í senn. 417.08 parts per million (ppm) CO2 in air 14-Mar-2021 https://t.co/MGD5CTru41 Communication restored; data from 27-Feb-2021 to present added to record.— Keeling_Curve (@Keeling_curve) March 15, 2021 200 ár í fjórðungsaukningu en aðeins 35 ár í helmingsaukningu Í grein sem Betts ritar á loftslagsvefinn Carbon Brief lýsir hann hversu mikið hefur hert á aukningu koltvísýrings í lofthjúpnum undanfarin ár. Það tók menn tvö hundruð ár að auka styrkinn um fjórðung árið 1986. Aldarfjórðungi síðar, árið 2011, nam aukningin fjörutíu prósentum. Nú áratug síðar hefur styrkurinn aukist enn meira og er að vera viðvarandi yfir fimmtíu prósent meiri en fyrir iðnbyltingu. Styrkurinn náði fyrst 417 ppm nokkra daga í maí í fyrra, rétt um það leyti sem styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir norðurhvelsveturinn og gróður byrjar að binda hann yfir sumarmánuðina. Þar sem styrkurinn nær hámarki sínu yfir árið í maí segir Betts að styrkurinn verði líklega yfir 417ppm næstu þrjá til fjóra mánuðina. Breska veðurstofan spáir því nú að hæst nái mánaðarlegt meðaltal styrks koltvísýrings 419,5ppm í maí. Betts telur að frá síðari hluta júlí falli styrkurinn líklega undir 417ppm tímabundið en nálgist þær hæðir aftur undir lok ársins. Meðaltal ársins er talið verða 416,3ppm. Miðað við 2,5ppm árlega aukningu sé ljóst að næsta ár verði það versta þar sem ársmeðaltal styrks koltvísýrings verði helmingi hærra en fyrir iðnbyltingu. Vísindamenn telja að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið hærri í um þrjár milljónir ára, áður en mannskepnan var til.
Loftslagsmál Vísindi Umhverfismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira